Að sögn hersins hafa umræddar árásir verið gerðar á Gasaströndinni, einkum suðurhluta hennar, úr lofti, á landi og af sjóliði.
Á meðal skotmarka Ísraels var moska í norðurhluta Gasa. Því er haldið fram að hópurinn Íslamst Jihad hafi notað moskuna sem bæki- eða höfuðstöðvar.
Í gærkvöldi héldu Hamas-samtökin því fram að árásir Ísraelshers hefðu drepið 184 manns, sært tæplega 600 og hæft á þriðja tug húsa.
Reuters greinir frá því að í morgun hafi sprengju-viðvörunarkerfi ómað um samfélög í Ísrael, sem eru í grennd við Gasaströndina. Því er þó haldið fram að lítil merki hafi verið um eyðileggingu.
Stríðandi fylkingar hafa kennt hvorri annari um rofið á vopnahléinu, þar sem Hamas og Ísraelsk yfirvöld skiptust á að hleypa gíslum og föngum lausum.