Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2023 12:40 Útsýnið yfir hinn eiginlega Teigsskóg í gær frá nýja veginum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi. „Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent