Góðar fréttir og slæmar frá Frakkaríki Heiðar Sumarliðason skrifar 7. desember 2023 08:32 Lykilrammi úr Anatomy of a Fall. Tvær franskar verðlauna kvikmyndir prýða nú hvít tjöld Bíó Paradísar, Cesar verðlaunamyndin The Night of the 12th og Cannes-hátíðar verðlaunamyndin Anatomy of a Fall. Ég ber svo mikla virðingu fyrir Bíó Paradís, að þegar þangað er inn komið tel ég mig ávallt vera að fara að sjá snilldarverk. Það er auðvitað ekki sanngjarnt enda ótrúlegur fjöldi mynda sem þar fer í gegn og ekki fræðilegur möguleiki að allar séu þær í hæsta gæðaflokki. Ég taldi mig þó nokkuð öruggan með þessar tvær, enda ættu þær að vera það besta sem Frakkar hafa upp á að bjóða þessi misserin. Það sem kemur á daginn er að önnur þeirra hittir beint í mark á meðan hin geigar allsvakalega. Byrjum þó á þeirri sem hittir í mark. Anatomie d'une chute (Anatomy of a Fall/Fallið er hátt) Hér er á ferðinni sjötta kvikmynd Justine Triet, og miðað við einkunnir þeirra á Imdb.com, sú langbesta. Myndin hefst á viðtali, þar sem rithöfundurinn Sandra Voyter (Sandra Hüller) er tekin tali af ungri og fagurri franskri blaðakonu. Samtal þeirra er þó truflað af eiginmanni Söndru, sem spilar útgáfu Bacao Rhythm & Steel Band af lagi 50 Cent, PIMP, á hæsta styrk, svo erfitt er um vik fyrir þær að ná flæði í samtalið. Úr verður að þær ákveða að halda samtali sínu áfram síðar og blaðakonan lætur sig hverfa. Því næst fylgjum við sjóndöprum syni þeirra í göngutúr með hundinn Snoop. Þegar þeir snúa aftur úr göngunni finna þeir lík fjölskylduföðurins fyrir framan húsið. Það sem gerist í kjölfarið er að lögreglu fer að gruna Söndru um að hafa slegið eiginmann sinn svo þungu höggi að hann féll fram af svölum hússins. Það sem fer í hönd er réttardrama þar sem sekt eða sakleysi eiginkonunnar er undir. Það er áhugavert að sjá réttardrama innan úr frönskum réttarsal, enda erum við hér á landi vön bandarískum réttarhöldum í sjónvarpi og bíói, þar sem ein manneskja í einu situr í vitnastúku og er spurð spjörunum úr af jakkafataklæddum lögfræðingum. Frakkar hafa þetta töluvert frjálslegra. Vitnið stendur t.d. í miðjum salnum, snýr að dómurunum og svarar spurningum. Sá ákærði þarf svo að vera tilbúinn að svara þeim spurningum sem að honum er beint, og það á meðan yfirheyrslu vitnis stendur. Sálfræðingur eiginmannsins vitnar hér í miðjum sal, á meðan sú ákærða er einnig spurð á sama tíma. Það tók mig smá tíma að venjast þessari uppsetningu franska dómsalarins, en sennilega er þessi háttur ákjósanlegri fyrir hið kvikmyndaða form og gefur af sér dýnamískari senur þar sem hægt er að draga hina ákærðu inn í vitnaleiðslur. Það er ákveðinn leikhúsblær yfir myndinni; tökustaðir eru fáir, en einnig eru sumar senur mjög langar, ólíkt flestum kvikmyndum nú til dags, þar sem meðal sena er minna en þrjár mínútur. Hér erum við með langar vitnaleiðslur og rifrildi milli hjónanna í endurliti, sem eru átta til tíu mínútur að lengd. Því fá átök að lifa og byggjast upp á áhrifamikinn máta, sem mér þótti hressandi. Óumdeild stjarna myndarinnar er aðleikkonan, hin þýska Sandra Hüller, en leikstjórinn sagði um hana í viðtali fyrir frumsýningu myndarinnar: Það er eitthvað við hana - hvernig hún leikur og bregst við líkama sínum.....það er eitthvað við líkama hennar, ég veit ekki hvernig ég á að orða það, hann er mjög sérstakur, líkt og hann tilheyri henni ekki alveg. Það er eitthvað mjög skrítið; þegar við mættum á tökustað á morgnana var persónan hennar mætt á svæðið - það var mjög dularfullt á vissan hátt. Hlutverkið var einnig skrifað með hana í huga og auðvelt er að sjá hvers vegna Triet vildi fá hana til liðs við sig. Það er erfitt að taka augun af Hüller Fallið er hátt er hið prýðilegasta réttardrama, sem líklega verður á nokkrum topp 10 listum gagnrýnenda í árslok. La nuit du 12 (The Night of the 12th, Að nóttu hins tólfta) Ég játa að ég skil ekki þennan verðlaunafjölda sem Að nóttu hins tólfta hlaut á hinum frönsku kvikmyndaverðlaunum, því hún kemst ekki með tærnar þar sem Fallið er hátt er með hælana - þær komu þó út á sitthvoru árinu og voru því ekki í beinni samkeppni. Ég trúi hins vegar vart að ekki hafi verið önnur betri mynd komið út í Frakklandi árið 2022. Vissulega fjallar myndin um mikilvæg málefni, sem er ofbeldi gegn konum og gegndarlaust kvenhatur ákveðinnar tegundar karlmanna. Ég átti þó von á áhugaverðari nálgun en raun ber vitni, því sagnamennskan hér er gjörsamlega geld. Sérstaklega er um að kenna framsetningu aðalpersónunnar, rannsóknarlögreglumannsins Yohan Vivès, sem leikinn er af Bastien Boullion. Í hvert skipti sem hann birtist á tjaldinu, fannst mér satt best að segja, eins og um nýja persónu væri að ræða, svo lítið þekkti ég hann. Hann er í raun gjörsamlega persónuleikalaus, tóm skel, sem hugsar aðeins um eitt: Að leysa málið og ávíta félaga sína fyrir að tala um konur á niðrandi máta. Það er bara ekki nóg fyrir heila kvikmynd. Hver er þessi maður? Hvaðan kemur hann? Hvers vegna lætur hann sig þetta sakamál varða af slíku offorsi? Ég hef ekki hugmynd um það; hér er enga dýpt að finna og samhengi vantar. Einu persónurnar sem virkuðu sem raunverulegar mannverur, voru foreldrar fórnarlambsins og félagi Yohans í lögreglunni, Marceau (skemmtilega túlkaður af Bouli Lanners). Ofbeldismaðurinn Vincent tekinn höndum. Það er ekki þar sem sagt að myndin sé vitavonlaus, það eru ýmsar góðar senur í henni. T.d. þegar félagarnir Yohan og Marceau yfirheyra ungan mann sem býr í kjallara móður sinnar og finnst þetta mál allt hið hlægilegasta. Einnig er innkoma heimilisofbeldismannsins Vincent Caron (Pierre Lotin) sterk. Sagan sjálf er of tætingsleg til að virka, og þegar líður á myndina er stokkið yfir tímabil, sem gerir illt verra. Svo er endirinn gjörsamlega máttlaus. Hann hefur í sjálfu sér sögn, sögn sem kvikmyndagerðarmaðurinn er nú þegar búinn að koma til skila, hann hefði betur klárað söguna en að skilja hana eftir í lausu lofti, líkt og hann gerir. Að nóttu hins tólfta er algjört vindhögg. Niðurstaða: Tvær kvikmyndir sem fjalla um sakamál í frönsku samfélagi. Önnur með sterkri aðalpersónu sem ber myndina á herðum sér, hin með veikburða og óskýrri aðalpersónu. Önnur myndin virkar, hin ekki. Ég mæli með Fallið er hátt, en get ekki með góðri samvisku gert hið sama með Að nóttu hins tólfta. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég ber svo mikla virðingu fyrir Bíó Paradís, að þegar þangað er inn komið tel ég mig ávallt vera að fara að sjá snilldarverk. Það er auðvitað ekki sanngjarnt enda ótrúlegur fjöldi mynda sem þar fer í gegn og ekki fræðilegur möguleiki að allar séu þær í hæsta gæðaflokki. Ég taldi mig þó nokkuð öruggan með þessar tvær, enda ættu þær að vera það besta sem Frakkar hafa upp á að bjóða þessi misserin. Það sem kemur á daginn er að önnur þeirra hittir beint í mark á meðan hin geigar allsvakalega. Byrjum þó á þeirri sem hittir í mark. Anatomie d'une chute (Anatomy of a Fall/Fallið er hátt) Hér er á ferðinni sjötta kvikmynd Justine Triet, og miðað við einkunnir þeirra á Imdb.com, sú langbesta. Myndin hefst á viðtali, þar sem rithöfundurinn Sandra Voyter (Sandra Hüller) er tekin tali af ungri og fagurri franskri blaðakonu. Samtal þeirra er þó truflað af eiginmanni Söndru, sem spilar útgáfu Bacao Rhythm & Steel Band af lagi 50 Cent, PIMP, á hæsta styrk, svo erfitt er um vik fyrir þær að ná flæði í samtalið. Úr verður að þær ákveða að halda samtali sínu áfram síðar og blaðakonan lætur sig hverfa. Því næst fylgjum við sjóndöprum syni þeirra í göngutúr með hundinn Snoop. Þegar þeir snúa aftur úr göngunni finna þeir lík fjölskylduföðurins fyrir framan húsið. Það sem gerist í kjölfarið er að lögreglu fer að gruna Söndru um að hafa slegið eiginmann sinn svo þungu höggi að hann féll fram af svölum hússins. Það sem fer í hönd er réttardrama þar sem sekt eða sakleysi eiginkonunnar er undir. Það er áhugavert að sjá réttardrama innan úr frönskum réttarsal, enda erum við hér á landi vön bandarískum réttarhöldum í sjónvarpi og bíói, þar sem ein manneskja í einu situr í vitnastúku og er spurð spjörunum úr af jakkafataklæddum lögfræðingum. Frakkar hafa þetta töluvert frjálslegra. Vitnið stendur t.d. í miðjum salnum, snýr að dómurunum og svarar spurningum. Sá ákærði þarf svo að vera tilbúinn að svara þeim spurningum sem að honum er beint, og það á meðan yfirheyrslu vitnis stendur. Sálfræðingur eiginmannsins vitnar hér í miðjum sal, á meðan sú ákærða er einnig spurð á sama tíma. Það tók mig smá tíma að venjast þessari uppsetningu franska dómsalarins, en sennilega er þessi háttur ákjósanlegri fyrir hið kvikmyndaða form og gefur af sér dýnamískari senur þar sem hægt er að draga hina ákærðu inn í vitnaleiðslur. Það er ákveðinn leikhúsblær yfir myndinni; tökustaðir eru fáir, en einnig eru sumar senur mjög langar, ólíkt flestum kvikmyndum nú til dags, þar sem meðal sena er minna en þrjár mínútur. Hér erum við með langar vitnaleiðslur og rifrildi milli hjónanna í endurliti, sem eru átta til tíu mínútur að lengd. Því fá átök að lifa og byggjast upp á áhrifamikinn máta, sem mér þótti hressandi. Óumdeild stjarna myndarinnar er aðleikkonan, hin þýska Sandra Hüller, en leikstjórinn sagði um hana í viðtali fyrir frumsýningu myndarinnar: Það er eitthvað við hana - hvernig hún leikur og bregst við líkama sínum.....það er eitthvað við líkama hennar, ég veit ekki hvernig ég á að orða það, hann er mjög sérstakur, líkt og hann tilheyri henni ekki alveg. Það er eitthvað mjög skrítið; þegar við mættum á tökustað á morgnana var persónan hennar mætt á svæðið - það var mjög dularfullt á vissan hátt. Hlutverkið var einnig skrifað með hana í huga og auðvelt er að sjá hvers vegna Triet vildi fá hana til liðs við sig. Það er erfitt að taka augun af Hüller Fallið er hátt er hið prýðilegasta réttardrama, sem líklega verður á nokkrum topp 10 listum gagnrýnenda í árslok. La nuit du 12 (The Night of the 12th, Að nóttu hins tólfta) Ég játa að ég skil ekki þennan verðlaunafjölda sem Að nóttu hins tólfta hlaut á hinum frönsku kvikmyndaverðlaunum, því hún kemst ekki með tærnar þar sem Fallið er hátt er með hælana - þær komu þó út á sitthvoru árinu og voru því ekki í beinni samkeppni. Ég trúi hins vegar vart að ekki hafi verið önnur betri mynd komið út í Frakklandi árið 2022. Vissulega fjallar myndin um mikilvæg málefni, sem er ofbeldi gegn konum og gegndarlaust kvenhatur ákveðinnar tegundar karlmanna. Ég átti þó von á áhugaverðari nálgun en raun ber vitni, því sagnamennskan hér er gjörsamlega geld. Sérstaklega er um að kenna framsetningu aðalpersónunnar, rannsóknarlögreglumannsins Yohan Vivès, sem leikinn er af Bastien Boullion. Í hvert skipti sem hann birtist á tjaldinu, fannst mér satt best að segja, eins og um nýja persónu væri að ræða, svo lítið þekkti ég hann. Hann er í raun gjörsamlega persónuleikalaus, tóm skel, sem hugsar aðeins um eitt: Að leysa málið og ávíta félaga sína fyrir að tala um konur á niðrandi máta. Það er bara ekki nóg fyrir heila kvikmynd. Hver er þessi maður? Hvaðan kemur hann? Hvers vegna lætur hann sig þetta sakamál varða af slíku offorsi? Ég hef ekki hugmynd um það; hér er enga dýpt að finna og samhengi vantar. Einu persónurnar sem virkuðu sem raunverulegar mannverur, voru foreldrar fórnarlambsins og félagi Yohans í lögreglunni, Marceau (skemmtilega túlkaður af Bouli Lanners). Ofbeldismaðurinn Vincent tekinn höndum. Það er ekki þar sem sagt að myndin sé vitavonlaus, það eru ýmsar góðar senur í henni. T.d. þegar félagarnir Yohan og Marceau yfirheyra ungan mann sem býr í kjallara móður sinnar og finnst þetta mál allt hið hlægilegasta. Einnig er innkoma heimilisofbeldismannsins Vincent Caron (Pierre Lotin) sterk. Sagan sjálf er of tætingsleg til að virka, og þegar líður á myndina er stokkið yfir tímabil, sem gerir illt verra. Svo er endirinn gjörsamlega máttlaus. Hann hefur í sjálfu sér sögn, sögn sem kvikmyndagerðarmaðurinn er nú þegar búinn að koma til skila, hann hefði betur klárað söguna en að skilja hana eftir í lausu lofti, líkt og hann gerir. Að nóttu hins tólfta er algjört vindhögg. Niðurstaða: Tvær kvikmyndir sem fjalla um sakamál í frönsku samfélagi. Önnur með sterkri aðalpersónu sem ber myndina á herðum sér, hin með veikburða og óskýrri aðalpersónu. Önnur myndin virkar, hin ekki. Ég mæli með Fallið er hátt, en get ekki með góðri samvisku gert hið sama með Að nóttu hins tólfta.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira