Heimamenn í Magdeburg tóku forystuna snemma leiks og voru fljótt komnir með fimm marka forystu í stöðunni 9-4. Gestirnir vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn niður í eitt mark í nokkur skipti fyrir hálfleik, en staðan var 18-16, Magdeburg í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Gestirnir í Gummersbach byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og náðu forystunni snemma eftir hlé. Mest náðu þeir þriggja marka forskoti í stöðunni 2023, en heimamenn snéru leiknum sér í hag á ný stuttu síðar.
Þýsku meistararnir í Magdeburg héldu forystunni það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 32-30. Janus Daði skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi skoraði fimm. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur fyrir Gummersbach.
Með sigrinum lyfti Magdeburg sér á topp þýsku deildarinnar með 25 stig eftir 14 leiki, 11 stigum meira en Gummersbach sem situr í áttunda sæti.