Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2023 16:28 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, sem vann kosningasigur á dögunum. EPA-EFE/LAURENS VAN PUTTEN Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka. Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum. Spánn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum.
Spánn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira