Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2023 16:28 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, sem vann kosningasigur á dögunum. EPA-EFE/LAURENS VAN PUTTEN Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka. Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum. Spánn Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum.
Spánn Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira