Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 20:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Vísir/ívar Fannar Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma. Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma.
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira