„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 07:31 Marcus Rashford náði sér engan veginn á strik í tapinu gegn Newcastle á laugardagskvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira