Keane trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá ömurlegan árangur United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2023 15:00 Mynd sem er kannski lýsandi fyrir ástandið hjá Manchester United. getty/Stu Forster Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, trúði ekki eigin augum þegar hann sá skelfilegan árangur liðsins undir stjórn Eriks ten Hag á útivelli gegn sterkustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, á St James' Park á laugardagskvöldið. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Úrslitin voru í takt við slakan útivallarárangur United gegn sterkum liðum undir stjórn Ten Hags. Frá því Hollendingurinn tók við United hefur liðið tapað tíu af ellefu leikjum sínum á útivelli gegn liðum í efstu níu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og gert eitt jafntefli. „Er þetta satt? Þetta er ljótt,“ sagði Keane þegar hann sá skilti með þessum slæma árangri United. „Fjöldi marka sem þeir hafa fengið á sig. Sex gegn Manchester City, sjö gegn Liverpool, fjögur gegn Brentford. Þetta er ekki gott. Þeir eru á erfiðum stað. Stjórinn er undir pressu.“ "Is that real? That looks ugly!" Roy Keane isn't happy with Man Utd's away results against the top 9 pic.twitter.com/HPjF9PZgQI— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Keane skilur ekki af hverju United er enn að nota sömu leikmenn og síðustu ár. „Það voru leikmenn sem spiluðu fyrir United í gær (í fyrradag) sem þú hélst að myndu kannski fara frá félaginu í sumar. Þú notar enn sömu leikmenn og hafa ekki farið með United neitt síðustu ár,“ sagði Keane. „Hvað er merki um brjálæði? Að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við betri niðurstöðum. Þessi hópur breytist ekki. Ef þeir leggja ekki jafn hart að sér og andstæðingurinn eru þeir í vandræðum og þeir gera það ekki.“ United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Old Trafford á miðvikudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir „Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
United tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, á St James' Park á laugardagskvöldið. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Úrslitin voru í takt við slakan útivallarárangur United gegn sterkum liðum undir stjórn Ten Hags. Frá því Hollendingurinn tók við United hefur liðið tapað tíu af ellefu leikjum sínum á útivelli gegn liðum í efstu níu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og gert eitt jafntefli. „Er þetta satt? Þetta er ljótt,“ sagði Keane þegar hann sá skilti með þessum slæma árangri United. „Fjöldi marka sem þeir hafa fengið á sig. Sex gegn Manchester City, sjö gegn Liverpool, fjögur gegn Brentford. Þetta er ekki gott. Þeir eru á erfiðum stað. Stjórinn er undir pressu.“ "Is that real? That looks ugly!" Roy Keane isn't happy with Man Utd's away results against the top 9 pic.twitter.com/HPjF9PZgQI— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Keane skilur ekki af hverju United er enn að nota sömu leikmenn og síðustu ár. „Það voru leikmenn sem spiluðu fyrir United í gær (í fyrradag) sem þú hélst að myndu kannski fara frá félaginu í sumar. Þú notar enn sömu leikmenn og hafa ekki farið með United neitt síðustu ár,“ sagði Keane. „Hvað er merki um brjálæði? Að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við betri niðurstöðum. Þessi hópur breytist ekki. Ef þeir leggja ekki jafn hart að sér og andstæðingurinn eru þeir í vandræðum og þeir gera það ekki.“ United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Old Trafford á miðvikudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31