De Gea sagður til í að koma til Newcastle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 10:31 David De Gea í bikarúrslitaleiknum með Manchester United síðasta vor. Getty/Will Palmer Óvænt endurkoma í ensku úrvalsdeildina gæti verið í kortunum því spænski markvörðurinn David De Gea útilokar það ekki að bjarga Newcastle í sínum markvarðarvandræðum. Hinn öflugi markvörður Nick Pope fór út axlarlið í 1-0 sigri Newcastle á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina og verður frá í allt að fimm mánuði. Heimildarmaður ESPN segir að De Gea hafi áhuga á því að koma til Newcastle hafi félagið á annað borð samband. Former Man United goalkeeper David de Gea is open to joining Newcastle as cover for Nick Pope, a source told ESPN's @RobDawsonESPN.Pope could be out for up to five months with a dislocated shoulder. De Gea has been without a club since leaving United at the end of last season. pic.twitter.com/EzvQK2HVb1— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2023 De Gea er búinn að vera án félags síðan í sumar þegar samningur hans rann út hjá Manchester United. Hann hafði þá verið á Old Trafford í tólf ár og spilað 545 leiki fyrir félagið. De Gea var lykilmaður í síðasta meistaraliði United vorið 2013 og hann var fjórum sinnum kosinn leikmaður ársins hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag vildi skipta um markvörð og sótti í staðinn Kamerúnmanninn André Onana sem kostaði 43 milljónir punda frá Inter. Onana hefur átt erfiða byrjun hjá félaginu og átti meðal annars sök á tveimur mörkum í mögulega dýrkeyptu 3-3 jafntefli á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Martin Dúbravka kom í markið í staðinn fyrir Pope en markverðirnir Loris Karius og Mark Gillespie eru einnig í leikmannahópi Newcastle. De Gea hefur búið áfram í Manchester og hefur verið að æfa reglulega sjálfur. Samkvæmt sömu heimildum ESPN þá er hann klár ef rétta kallið kemur. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Hinn öflugi markvörður Nick Pope fór út axlarlið í 1-0 sigri Newcastle á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina og verður frá í allt að fimm mánuði. Heimildarmaður ESPN segir að De Gea hafi áhuga á því að koma til Newcastle hafi félagið á annað borð samband. Former Man United goalkeeper David de Gea is open to joining Newcastle as cover for Nick Pope, a source told ESPN's @RobDawsonESPN.Pope could be out for up to five months with a dislocated shoulder. De Gea has been without a club since leaving United at the end of last season. pic.twitter.com/EzvQK2HVb1— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2023 De Gea er búinn að vera án félags síðan í sumar þegar samningur hans rann út hjá Manchester United. Hann hafði þá verið á Old Trafford í tólf ár og spilað 545 leiki fyrir félagið. De Gea var lykilmaður í síðasta meistaraliði United vorið 2013 og hann var fjórum sinnum kosinn leikmaður ársins hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag vildi skipta um markvörð og sótti í staðinn Kamerúnmanninn André Onana sem kostaði 43 milljónir punda frá Inter. Onana hefur átt erfiða byrjun hjá félaginu og átti meðal annars sök á tveimur mörkum í mögulega dýrkeyptu 3-3 jafntefli á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Martin Dúbravka kom í markið í staðinn fyrir Pope en markverðirnir Loris Karius og Mark Gillespie eru einnig í leikmannahópi Newcastle. De Gea hefur búið áfram í Manchester og hefur verið að æfa reglulega sjálfur. Samkvæmt sömu heimildum ESPN þá er hann klár ef rétta kallið kemur.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira