Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 10:22 Lestrarkennsla virðist ekki vera nægilega góð í grunnskólum landsins. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum). Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum).
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu