Sport

EM hafið og Snæ­fríður hárs­breidd frá fjór­tán ára meti

Sindri Sverrisson skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir á EM í Búkarest í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir á EM í Búkarest í dag. SSÍ

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir riðu á vaðið fyrir hönd íslenska hópsins á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Búkarest í dag.

Þær kepptu báðar í 50 metra skriðsundi og kom Snæfríður Sól í bakkann á 24,99 sekúndum, eða aðeins 5/100 úr sekúndu frá fjórtán ára gömlu Íslandsmeti Ragnheiðar Ragnarsdóttur.

Snæfríður endaði í 25. sæti en Jóhanna varð í 32. sæti á 25,32 sekúndum. Síðasti keppandi inn í undanúrslit synti á 24,65 sekúndum.

Þær Snæfríður og Jóhanna verða báðar aftur næst á ferðinni á fimmtudaginn í 100 metra skriðsundi.

Á morgun synda svo þeir Anton Sveinn McKee, Snorri Dagur Einarsson og Einar Margeir Ágústsson í 100 metra bringusundi. Birnir Freyr Hálfdánarson er sjötti keppandi Íslands og syndir hann fyrst á fimmtudaginn, í 200 metra fjórsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×