Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2023 23:00 Tilkynnt var á vef dómsmálaráðuneytisins í gær að stefnt væri á aðra ferð til Caracas í janúar. Vísir/Vilhelm Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. Þeir þrettán starfsmenn sem fóru með til Venesúela voru frá ólíkum stofnunum. Tveir starfsmenn voru frá Útlendingastofnun og níu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Meðal starfsmanna stoðdeildar voru hjúkrunarfræðingur og túlkur. Auk þeirra fór einn starfsmaður Frontex eða Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu og einn sjálfstæður eftirlitsaðili á vegum Frontex. Flogið var frá Íslandi 15. nóvember og kom starfsfólk heim þann 19. nóvember. Flogið var beint til Caracas frá Íslandi, en ekki beint til Íslands aftur. Íslenska starfsfólkið flaug til Madríd á Spáni með vélinni, en með viðkomu í Dóminíska lýðveldinu. Frá Madríd fór starfsfólkið í áætlunarflugi til Íslands. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytis til fréttastofu. Nær allur kostnaður endurgreiddur Þar kemur einnig fram að laun starfsmanna Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra voru greidd úr ríkissjóði. Dagpeningar íslenska starfsmanna voru rúmar 1,9 milljónir íslenskra króna en Frontex endurgreiðir ríkissjóði kostnaðinn, sem og kostnað vegna farmiða og rútuferða í og frá Madríd. Frontex greiðir allan kostnað við flugið sjálft. Ekki fengust upplýsingar um mánaðarlaun ríkisstarfsmanna sem fóru í ferðina en samkvæmt svörum dómsmálaráðuneytis er um að ræða fastakostnað „sem breytist ekki hvort sem ferðin er farin eða ekki.“ Þá kostaði fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför á grundvelli laga um útlendinga um 71,5 milljón íslenskra króna. Skuldbindingar tengdar Schengen-samstarfi Ísland greiðir til Frontex 1,1 milljón evra á þessu ár. Það samsvarar um 167 milljónum íslenskra króna. Framlagið er reiknað út frá vergri þjóðarframleiðslu og er um að ræða hluta þeirra skuldbindinga sem fylgja Schengen-samstarfinu. „Hlutverk Frontex er mjög fjölþætt og snertir nær alla þætti ytri landamæra Íslands svo sem tækjakaup, þjálfun og verkferla og snertir landamæraeftirlit, innflutning, smygl, mansal og skipulagða brotastarfsemi þvert á landamæri. Á móti framlagi Íslands hafa fengist styrkir vegna kennslu, tækjabúnaðar og ýmiss konar landamæraverkefna, auk þess sem Frontex greiðir fyrir beint framlag Íslands til verkefna erlendis,“ segir í svari ráðuneytisins. Annað leiguflug í janúar Í frétt á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að á þessu ári hafi, fyrir þessa ferð, 135 Venesúelabúum verið veitt aðstoð við heimför. Þá í áætlunarflugi. Vegna mikils fjölda Venesúelabúa á landinu sem hefur óskað eftir aðstoð við heimför er stefnt að öðru leiguflugi í janúar. Fram kom í tilkynningunni að þátttakendur í því flugi verði upplýstir um móttöku á flugvellinum í Caracas og að hún gæti orðið svipuð og í ferðinni um miðjan nóvember. Nokkuð uppþot átti sér stað á flugvellinum við heimkomu þegar einhver hluti fólksins fékk ekki að fara frjáls ferða sinna. Í tilkynningu ráðuneytis segir að sendur hafi verið tölvupóstur á alla sem fóru með í flugið og kannað um hagi þeirra. „Þegar hafa borist 83 svör sem ná til 99 einstaklinga. Þeir sem hafa svarað segjast vera frjálsir ferða sinna og vera með venesúelsk vegabréf sín. Nær allir voru komnir á áfangastað eða á leið þangað þegar þeir svöruðu póstinum, auk þess sem einn var kominn til annars ríkis. Þá segjast nær allir hafa ferðastyrk íslenskra stjórnvalda í fórum sínum; þrír segja að peningarnir hafi verið teknir af þeim og fjórir til viðbótar segja að hluti peninganna hafi verið tekinn,“ segir í tilkynningunni sem má lesa hér. Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31 Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þeir þrettán starfsmenn sem fóru með til Venesúela voru frá ólíkum stofnunum. Tveir starfsmenn voru frá Útlendingastofnun og níu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Meðal starfsmanna stoðdeildar voru hjúkrunarfræðingur og túlkur. Auk þeirra fór einn starfsmaður Frontex eða Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu og einn sjálfstæður eftirlitsaðili á vegum Frontex. Flogið var frá Íslandi 15. nóvember og kom starfsfólk heim þann 19. nóvember. Flogið var beint til Caracas frá Íslandi, en ekki beint til Íslands aftur. Íslenska starfsfólkið flaug til Madríd á Spáni með vélinni, en með viðkomu í Dóminíska lýðveldinu. Frá Madríd fór starfsfólkið í áætlunarflugi til Íslands. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytis til fréttastofu. Nær allur kostnaður endurgreiddur Þar kemur einnig fram að laun starfsmanna Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra voru greidd úr ríkissjóði. Dagpeningar íslenska starfsmanna voru rúmar 1,9 milljónir íslenskra króna en Frontex endurgreiðir ríkissjóði kostnaðinn, sem og kostnað vegna farmiða og rútuferða í og frá Madríd. Frontex greiðir allan kostnað við flugið sjálft. Ekki fengust upplýsingar um mánaðarlaun ríkisstarfsmanna sem fóru í ferðina en samkvæmt svörum dómsmálaráðuneytis er um að ræða fastakostnað „sem breytist ekki hvort sem ferðin er farin eða ekki.“ Þá kostaði fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför á grundvelli laga um útlendinga um 71,5 milljón íslenskra króna. Skuldbindingar tengdar Schengen-samstarfi Ísland greiðir til Frontex 1,1 milljón evra á þessu ár. Það samsvarar um 167 milljónum íslenskra króna. Framlagið er reiknað út frá vergri þjóðarframleiðslu og er um að ræða hluta þeirra skuldbindinga sem fylgja Schengen-samstarfinu. „Hlutverk Frontex er mjög fjölþætt og snertir nær alla þætti ytri landamæra Íslands svo sem tækjakaup, þjálfun og verkferla og snertir landamæraeftirlit, innflutning, smygl, mansal og skipulagða brotastarfsemi þvert á landamæri. Á móti framlagi Íslands hafa fengist styrkir vegna kennslu, tækjabúnaðar og ýmiss konar landamæraverkefna, auk þess sem Frontex greiðir fyrir beint framlag Íslands til verkefna erlendis,“ segir í svari ráðuneytisins. Annað leiguflug í janúar Í frétt á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að á þessu ári hafi, fyrir þessa ferð, 135 Venesúelabúum verið veitt aðstoð við heimför. Þá í áætlunarflugi. Vegna mikils fjölda Venesúelabúa á landinu sem hefur óskað eftir aðstoð við heimför er stefnt að öðru leiguflugi í janúar. Fram kom í tilkynningunni að þátttakendur í því flugi verði upplýstir um móttöku á flugvellinum í Caracas og að hún gæti orðið svipuð og í ferðinni um miðjan nóvember. Nokkuð uppþot átti sér stað á flugvellinum við heimkomu þegar einhver hluti fólksins fékk ekki að fara frjáls ferða sinna. Í tilkynningu ráðuneytis segir að sendur hafi verið tölvupóstur á alla sem fóru með í flugið og kannað um hagi þeirra. „Þegar hafa borist 83 svör sem ná til 99 einstaklinga. Þeir sem hafa svarað segjast vera frjálsir ferða sinna og vera með venesúelsk vegabréf sín. Nær allir voru komnir á áfangastað eða á leið þangað þegar þeir svöruðu póstinum, auk þess sem einn var kominn til annars ríkis. Þá segjast nær allir hafa ferðastyrk íslenskra stjórnvalda í fórum sínum; þrír segja að peningarnir hafi verið teknir af þeim og fjórir til viðbótar segja að hluti peninganna hafi verið tekinn,“ segir í tilkynningunni sem má lesa hér.
Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31 Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07
Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent