Segir óvissu vegna rafbílasölu á nýju ári of mikla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 09:47 Bílasölur eiga erfitt með að gera áætlanir fyrir næsta ár vegna óvissu um gjaldtöku og styrkjum vegna rafbílasölu. Vísir/Vilhelm Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri B&L segist hafa áhyggjur af stöðu rafbílasölu í landinu og segir óljósar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða aðgerðir taki gildi um áramót. Skattspor rafbíla sé að aukast of hratt. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“ Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira