„Mjög þungt högg fyrir Akureyri“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 18:54 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn. Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands. Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira
Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira