Baunaði á sérfræðinga og fékk fast skot til baka Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 07:41 Pep Guardiola skaut aðeins á Jamie Carragher og fékk skot til baka. EPA/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er sannfærður um að liðið geti orðið Englandsmeistari fjórða árið í röð haldi liðið áfram að spila eins og að undanförnu. Hann baunaði á sérfræðinga Sky Sports en fékk fast skot til baka frá Jamie Carragher. City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira