Sport

Tveir ís­lenskir sund­menn komust í undan­úr­slit í sömu grein á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee og Snorri Dagur Einarsson eru báðir komnir í undanúrslitin.
Anton Sveinn McKee og Snorri Dagur Einarsson eru báðir komnir í undanúrslitin. Samsett/SSÍ

Anton Sveinn McKee og Snorri Dagur Einarsson tryggðu sér báðir sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í morgun.

Anton Sveinn kom í mark á 58,06 sekúndum sem er besti tími hans á árinu. Hann var tíundi inn í sextán manna úrslitin.

Snorri Dagur bætti sinn besta tíma í greininni um rúma sekúndu en hann synti á 58,96 sekúndum og var sextándi og síðastur inn í undanúrslitin í kvöld.

Snorri bætti jafnframt unglingametið í greininni sem var sund upp á 59,43 sekúndur.

Einar Margeir Ágústson var þriðji íslenski sundmaðurinn í undanrásunum en hann synti alveg við sinn besta tíma, 58,78 sekúndur, og endaði hann í 24. sæti.

Frábær árangur hjá íslensku strákunum og það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim Antoni Sveini og Snorra Degi synda í undanúrslitunum seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×