Rúnar: Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju ég nenni að vera í þessu Andri Már Eggertsson skrifar 6. desember 2023 21:20 Rúnar Ingi Erlingsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann nokkuð öruggan átján stiga sigur gegn Haukum 78-60. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með fjórða leikhluta liðsins. „Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Hádramatík eftir að Willum kom inn á Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Sjá meira
„Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Hádramatík eftir að Willum kom inn á Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn