Að rúlla eftir rækt ekki jafn gagnlegt og margir telja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2023 10:57 Rúllur sem þessi eru gífurlega vinsælar meðal þeirra sem stunda líkamsrækt. Getty Nánast útilokað er að losa bandvef með sjálfsmeðferð, svo sem með notkun rúlla og bolta. Til þess að losa um samgróninga þarf töluvert stærra rennsli milli vefja og beita mun meiri kröftum. Þetta kemur fram í svari Haralds B. Sigurðssonar, lektors í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er víða í líkamanum en oftast er verið að tala um bandvefsslíður þegar rætt er um bandvefslosun. Sá umvefur aðra vefi líkamans en þeir hafa þá eiginleika að geta teygst til. Hefur verið rætt um að með losun þessara vefja sé hægt að draga úr verkjum, draga úr streitu, auka liðleika, bæta líkamsstöðu og fleira. Þær aðferðir sem flestir nota við bandvefslosun eru annars vegar teygjuæfingar og hins vegar nuddaðferðir. Teygjuaðferðirnar eru mjög ákafar í margar mínútur í senn og eru til að mynda notaðar til að gefa pláss fyrir vöðvastækkun. Sú aðferð getur vissulega losað um bandvefinn. Flestir tengja þó meira við nuddbolta og -rúllur. Þessar sjálfsmeðferðir urðu vinsælar eftir útgáfu bókarinnar Anatomy Trains eftir Thomas W. Myers. Haraldur segir rúllur geta haft góð upphitunaráhrif. „En þá er því ósvarað hvort nuddrúllurnar losi í raun og veru bandvef. Flestir rúlla hvern bandvef í allt að tvær mínútur (en líklega oft mun minna en það). Sá tími er í raun ekki nægur til að ná raunverulegum teygjuáhrifum á bandvefinn án þess að beita nægu afli til að beinlínis rífa hann upp,“ segir í svarinu. Hann segir að ef áætlunin sé að losa um samgróninga þurfi að framkalla töluvert stærra rennsli milli vefja og beita slíkum kröftum við það að næstum er það útilokað að fólk nái því fram í sjálfsmeðferð. Svarið má lesa í heild sinni hér. Heilsa Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Haralds B. Sigurðssonar, lektors í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er víða í líkamanum en oftast er verið að tala um bandvefsslíður þegar rætt er um bandvefslosun. Sá umvefur aðra vefi líkamans en þeir hafa þá eiginleika að geta teygst til. Hefur verið rætt um að með losun þessara vefja sé hægt að draga úr verkjum, draga úr streitu, auka liðleika, bæta líkamsstöðu og fleira. Þær aðferðir sem flestir nota við bandvefslosun eru annars vegar teygjuæfingar og hins vegar nuddaðferðir. Teygjuaðferðirnar eru mjög ákafar í margar mínútur í senn og eru til að mynda notaðar til að gefa pláss fyrir vöðvastækkun. Sú aðferð getur vissulega losað um bandvefinn. Flestir tengja þó meira við nuddbolta og -rúllur. Þessar sjálfsmeðferðir urðu vinsælar eftir útgáfu bókarinnar Anatomy Trains eftir Thomas W. Myers. Haraldur segir rúllur geta haft góð upphitunaráhrif. „En þá er því ósvarað hvort nuddrúllurnar losi í raun og veru bandvef. Flestir rúlla hvern bandvef í allt að tvær mínútur (en líklega oft mun minna en það). Sá tími er í raun ekki nægur til að ná raunverulegum teygjuáhrifum á bandvefinn án þess að beita nægu afli til að beinlínis rífa hann upp,“ segir í svarinu. Hann segir að ef áætlunin sé að losa um samgróninga þurfi að framkalla töluvert stærra rennsli milli vefja og beita slíkum kröftum við það að næstum er það útilokað að fólk nái því fram í sjálfsmeðferð. Svarið má lesa í heild sinni hér.
Heilsa Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira