Sancho mögulega víxlað til baka Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 14:00 Jadon Sancho hefur sáralítið fengið að spila með Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Peter Powell Jadon Sancho gæti losnað úr útlegð sinni hjá Manchester United í janúar og orðið leikmaður þýska knattspyrnufélagsins Dortmund á nýjan leik. Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel. Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel.
Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira