Sancho mögulega víxlað til baka Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 14:00 Jadon Sancho hefur sáralítið fengið að spila með Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Peter Powell Jadon Sancho gæti losnað úr útlegð sinni hjá Manchester United í janúar og orðið leikmaður þýska knattspyrnufélagsins Dortmund á nýjan leik. Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira