Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Siggeir Ævarsson skrifar 7. desember 2023 23:26 Stjörnumenn unnu dramatískan sigur í kvöld. Ægir Þór Steinarsson tryggði þeim sigurinn í lokin með ótrúlegri körfu. Vísir/Vilhelm Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Grindvíkingar reiddu sig mikið á DeAndre Kane sem gat ekki klárað fyrsta leikhluta eftir að hann nældi sér í sína aðra villu. Gestirnir leiddu með þremur stigum, 22-25 eftir fyrsta leikhluta og leikurinn galopinn. Í öðrum leikhluta hættu Grindvíkingar einfaldlega að hitta fyrir utan en þeir enduðu með tvo þrista ofan í í 22 tilraunum í fyrri hálfleik. Stjörnumenn náðu muninum mest upp í tíu stig og leiddu svo með átta í hálfleik, 40-48. Barátta Stjörnumanna til fyrirmyndar en þeir voru komnir með tíu fleiri fráköst en Grindavík í hálfleik og sóttu fast á Grindvíkinga í teignum sem opnaði á skotin fyrir utan en Stjörnumenn héldu til búningsklefa í hálfleik með 50 prósent nýtingu fyrir utan. Algjör viðsnúningur varð á leik Grindavíkur í 3. leikhluta. Baráttan loks til staðar og heimamenn unnu leikhlutann með tíu stigum og leiddu með tveimur fyrir lokaátökin. DeAndre Kane hélt áfram að fara mikinn og þá duttu allt í einu þrír þristar hjá Grindvíkingum og þeir komnir yfir. Lokamínúturnar urðu óþægilega spennandi fyrir hjartveika þar sem liðin skiptust á að taka nauma forystu. DeAndre Kane, sem var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Grindavíkur í kvöld, gerði sig sekan um tvö klaufaleg sóknarmistök í röð í stöðunni 77-76. Dýrkeypt mistök í jöfnum leik og mun hann eflaust spila þessar senur í hausnum nokkrum sinnum þegar hann leggst á koddann á eftir. DeAndre Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld Vísir/Vilhelm Ægir Þór Steinarsson reyndist hetja Stjörnumanna á ögurstundu og skoraði hreint ótrúlega körfu sem reyndist sigurkarfan. Grindvíkingar gerðu allt rétt í vörninni og lokuðu algjörlega á Ægi en á einhvern lygilegan hátt rataði boltinn ofan í. Grindvíkingar tóku leikhlé og áttu góðar 14 sekúndur til að klára leikinn en leikkerfi þeirra fór algjörlega í skrúfuna og þeir neyddust til að fara í erfitt skot, náðu sóknarfrákastinu og Daniel Mortensen fékk lokaséns en færið var erfitt og tíminn naumur og skotið geigaði. Algjörlega rafmagnaðar lokamínútur í Smáranum í kvöld þar sem Stjörnumenn sluppu með sigurinn eftir að hafa hleypt Grindvíkingum aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Af hverju vann Stjarnan? Lokaskotið frá Ægi rataði ofan í. Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að vinna þennan leik en eins og Jóhann Þór, þjálfari þeirra sagði, þá eru hlutirnir ekki að falla með þeim þessa dagana. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Grindvíkingum var það DeAndre Kane sem bar sóknarleikinn uppi á löngum stundum og endaði stigahæstur með 25 stig. Bætti við átta fráköstum og fimm stoðsendingum. Dedrick Basile kom næstur með 19 stig en aðrir voru langt frá sínu besta í dag. Basile sækir inn í þvögunaVísir/Vilhelm Hjá Stjörnunni var James Ellisor stigahæstur með 19 stig en Kevin Kone var mögulega maður leiksins. 15 stig frá honum og 16 fráköst. Ægir Þór Steinarsson gæti þó einnig gert tilkall til titilsins „maður leiksins“. 16 stig frá honum, sjö stoðsendingar og auðvitað sigurkarfan. James Ellsior var öflugur fyrir Stjörnuna í kvöld og var stigahæsturVísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk hræðilega að skjóta boltanum ofan í körfuna fyrir utan í kvöld. Enduðu með 15 prósent nýtingu. Hvað gerist næst? Síðustu deildarleikir liðanna fyrir jól eru eftir viku, fimmtudaginn 14. desember. Grindvíkingar taka á móti Haukum kl. 20:15 og Stjarnan sækir Blika heim kl. 17:45. Báðir leikirnir í Smáranum. Arnar: „Það er alltaf þannig að sigrar láta allt líta miklu betur út“ Arnar Guðjónsson var extra fínn í tauinu í kvöldVísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir að vera nýkominn úr þessum háspennuleik. Hann sagði að púlsinn væri bara slakur enda orðið ansi framorðið. „Klukkan er svo margt, maður er ekki vanur því lengur að spila 20:15 leiki svo að hann er bara kominn niður!“ En hvað fer eiginlega í gegnum hausinn á þjálfaranum á svona spennandi lokamínútum? „„Klikkaðu á þessu fokking „lay-upi“ Daniel?“ Nei ég veit það ekki. Það fer ekkert í gegn. Jú jú, þegar Ægir fór í þetta vonlausa skot til að koma okkur yfir þá hugsaði ég: „Ég hefði kannski betur tekið leikhlé því þetta er ömurleg sókn“ - en svo fór boltinn ofan í og þá lítur maður út fyrir að vita eitthvað hvað maður er að gera.“ „Púlsinn er mjög hár á svona andartökum, sérstaklega því mér fannst við hleypa þeim of vel inn í þetta í seinni hálfleik. Gera mikið af mistökum. Þannig að púlsinn var hár.“ Kevin Kone átti góðan leik í kvöld og gekk Grindvíkingum illa að hemja hann í teignum. Arnar var að vonum sáttur með hans frammistöðu en taldi hann eiga töluvert inni. „Þetta er harðduglegur strákur sem ég held að eigi bara eftir að verða betri. Er bara nýkominn úr skóla og í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Hann er mjög duglegur og viljugur til að læra og ég held að hann verði bara betri og betri.“ Kevin Kone fór hamförum í teignum í kvöldVísir/Vilhelm Það hlýtur að vera ákveðinn léttir fyrir Stjörnumenn að landa þessum sigri eftir tvö töp, þó svo að Arnar sé að vísu alltaf léttur sjálfur? „Með eindæmum!“ - Sagði Arnar og hló við. „Það er alltaf þannig að sigrar láta allt líta miklu betur út. Við áttum fína frammistöðu á móti Álftanesi fyrir viku síðan og það er ömurlegt þegar þú tapar. Við áttum fína frammistöðu í dag og það er frábært því við vinnum. Við þurfum að halda áfram að reyna að verða aðeins betri og laga þessa kafla sem eru ekki góðir. Laga mistökin okkar og halda dampi. Fagna sigrinum þegar þeir koma því þú veist aldrei hvenær sá næsti kemur.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan
Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Grindvíkingar reiddu sig mikið á DeAndre Kane sem gat ekki klárað fyrsta leikhluta eftir að hann nældi sér í sína aðra villu. Gestirnir leiddu með þremur stigum, 22-25 eftir fyrsta leikhluta og leikurinn galopinn. Í öðrum leikhluta hættu Grindvíkingar einfaldlega að hitta fyrir utan en þeir enduðu með tvo þrista ofan í í 22 tilraunum í fyrri hálfleik. Stjörnumenn náðu muninum mest upp í tíu stig og leiddu svo með átta í hálfleik, 40-48. Barátta Stjörnumanna til fyrirmyndar en þeir voru komnir með tíu fleiri fráköst en Grindavík í hálfleik og sóttu fast á Grindvíkinga í teignum sem opnaði á skotin fyrir utan en Stjörnumenn héldu til búningsklefa í hálfleik með 50 prósent nýtingu fyrir utan. Algjör viðsnúningur varð á leik Grindavíkur í 3. leikhluta. Baráttan loks til staðar og heimamenn unnu leikhlutann með tíu stigum og leiddu með tveimur fyrir lokaátökin. DeAndre Kane hélt áfram að fara mikinn og þá duttu allt í einu þrír þristar hjá Grindvíkingum og þeir komnir yfir. Lokamínúturnar urðu óþægilega spennandi fyrir hjartveika þar sem liðin skiptust á að taka nauma forystu. DeAndre Kane, sem var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Grindavíkur í kvöld, gerði sig sekan um tvö klaufaleg sóknarmistök í röð í stöðunni 77-76. Dýrkeypt mistök í jöfnum leik og mun hann eflaust spila þessar senur í hausnum nokkrum sinnum þegar hann leggst á koddann á eftir. DeAndre Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld Vísir/Vilhelm Ægir Þór Steinarsson reyndist hetja Stjörnumanna á ögurstundu og skoraði hreint ótrúlega körfu sem reyndist sigurkarfan. Grindvíkingar gerðu allt rétt í vörninni og lokuðu algjörlega á Ægi en á einhvern lygilegan hátt rataði boltinn ofan í. Grindvíkingar tóku leikhlé og áttu góðar 14 sekúndur til að klára leikinn en leikkerfi þeirra fór algjörlega í skrúfuna og þeir neyddust til að fara í erfitt skot, náðu sóknarfrákastinu og Daniel Mortensen fékk lokaséns en færið var erfitt og tíminn naumur og skotið geigaði. Algjörlega rafmagnaðar lokamínútur í Smáranum í kvöld þar sem Stjörnumenn sluppu með sigurinn eftir að hafa hleypt Grindvíkingum aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Af hverju vann Stjarnan? Lokaskotið frá Ægi rataði ofan í. Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að vinna þennan leik en eins og Jóhann Þór, þjálfari þeirra sagði, þá eru hlutirnir ekki að falla með þeim þessa dagana. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Grindvíkingum var það DeAndre Kane sem bar sóknarleikinn uppi á löngum stundum og endaði stigahæstur með 25 stig. Bætti við átta fráköstum og fimm stoðsendingum. Dedrick Basile kom næstur með 19 stig en aðrir voru langt frá sínu besta í dag. Basile sækir inn í þvögunaVísir/Vilhelm Hjá Stjörnunni var James Ellisor stigahæstur með 19 stig en Kevin Kone var mögulega maður leiksins. 15 stig frá honum og 16 fráköst. Ægir Þór Steinarsson gæti þó einnig gert tilkall til titilsins „maður leiksins“. 16 stig frá honum, sjö stoðsendingar og auðvitað sigurkarfan. James Ellsior var öflugur fyrir Stjörnuna í kvöld og var stigahæsturVísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk hræðilega að skjóta boltanum ofan í körfuna fyrir utan í kvöld. Enduðu með 15 prósent nýtingu. Hvað gerist næst? Síðustu deildarleikir liðanna fyrir jól eru eftir viku, fimmtudaginn 14. desember. Grindvíkingar taka á móti Haukum kl. 20:15 og Stjarnan sækir Blika heim kl. 17:45. Báðir leikirnir í Smáranum. Arnar: „Það er alltaf þannig að sigrar láta allt líta miklu betur út“ Arnar Guðjónsson var extra fínn í tauinu í kvöldVísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir að vera nýkominn úr þessum háspennuleik. Hann sagði að púlsinn væri bara slakur enda orðið ansi framorðið. „Klukkan er svo margt, maður er ekki vanur því lengur að spila 20:15 leiki svo að hann er bara kominn niður!“ En hvað fer eiginlega í gegnum hausinn á þjálfaranum á svona spennandi lokamínútum? „„Klikkaðu á þessu fokking „lay-upi“ Daniel?“ Nei ég veit það ekki. Það fer ekkert í gegn. Jú jú, þegar Ægir fór í þetta vonlausa skot til að koma okkur yfir þá hugsaði ég: „Ég hefði kannski betur tekið leikhlé því þetta er ömurleg sókn“ - en svo fór boltinn ofan í og þá lítur maður út fyrir að vita eitthvað hvað maður er að gera.“ „Púlsinn er mjög hár á svona andartökum, sérstaklega því mér fannst við hleypa þeim of vel inn í þetta í seinni hálfleik. Gera mikið af mistökum. Þannig að púlsinn var hár.“ Kevin Kone átti góðan leik í kvöld og gekk Grindvíkingum illa að hemja hann í teignum. Arnar var að vonum sáttur með hans frammistöðu en taldi hann eiga töluvert inni. „Þetta er harðduglegur strákur sem ég held að eigi bara eftir að verða betri. Er bara nýkominn úr skóla og í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Hann er mjög duglegur og viljugur til að læra og ég held að hann verði bara betri og betri.“ Kevin Kone fór hamförum í teignum í kvöldVísir/Vilhelm Það hlýtur að vera ákveðinn léttir fyrir Stjörnumenn að landa þessum sigri eftir tvö töp, þó svo að Arnar sé að vísu alltaf léttur sjálfur? „Með eindæmum!“ - Sagði Arnar og hló við. „Það er alltaf þannig að sigrar láta allt líta miklu betur út. Við áttum fína frammistöðu á móti Álftanesi fyrir viku síðan og það er ömurlegt þegar þú tapar. Við áttum fína frammistöðu í dag og það er frábært því við vinnum. Við þurfum að halda áfram að reyna að verða aðeins betri og laga þessa kafla sem eru ekki góðir. Laga mistökin okkar og halda dampi. Fagna sigrinum þegar þeir koma því þú veist aldrei hvenær sá næsti kemur.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum