Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. desember 2023 07:01 Sigríður Hagalín Björnsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Jólasögu. Vísir/Vilhelm „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin. Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin.
Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira