Njarðvíkingar geta afrekað það í kvöld sem hefur ekki sést í „El Clasico“ í 37 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 15:40 Mario Matasovic og félagar í Njarðvík hafa unnið fjóra deildarleiki í röð á móti Keflavík. Vísir/Vilhelm Njarðvík tekur á móti Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld en þetta er lokaleikur tíundu umferðar og um leið einn af stærstu leikjum tímabilsins. Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983 Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum