Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“ Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 13:53 Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem verið hefur aðstoðarmaður hans, glaðbeittir á Laugardalsvelli í haust. Hareide er áhugasamur um að stýra íslenska landsliðinu áfram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út. Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira