„Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2023 22:47 Ýmir Örn er á leið til Göppingen. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, mun færa sig um set í Þýskalandi að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann vildi komast í nýtt umhverfi og flyst um 100 kílómetra suður, til Göppingen. Ýmir Örn fór frá Val til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árið 2020. Samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina og fannst honum réttast að breyta til og flytja suður til Göppingen. „Ég sjálfur var tilbúinn og langaði í eitthvað nýtt. Löwen hafa ekki sagt neitt við mig í langan tíma og Göppingen talaði við mig mjög snemma í haust. Hitti þá og átti mjög góðan fund með þeim. Eftir þann fund, hafandi fengið að sjá allt og skoða allt var ég mjög ánægður með þetta. Gekk frekar hratt fyrir sig eftir það,“ sagði Ýmir Örn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Maður hefur spilað nokkrum sinnum þarna, alltaf mjög stemning og frábær staður til að búa á held ég. Heild yfir er ég mjög glaður með þetta.“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var inn í lúppunn meðan Ýmir Örn átti í viðræðum við Göppingen. Snorri Steinn þjálfaði línumanninn um þriggja ára skeið áður en Ýmir Örn hélt til Þýskalands. „Ég var alveg búinn að ræða við hann og spyrja hann út í þetta. Höfum alltaf átt gott samband hvað það varðar. Hann vissi af þessu.“ Fær stærra hlutverk „Má alveg segja að Löwen sé stærri klúbbur þannig séð en þarna ertu samt að koma inn í klúbb með mikla sögu og með frábært stuðningsfólk. Svo er deildin mjög jöfn, í fyrra eða árið áður enda þeir í 5. sæti og fara í Evrópukeppni. Þá vorum við ekki þar, þetta breytist á milli ára.“ „Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við þar sem ég fæ stærra hlutverk og fæ að spila meira. Ef ég stend mig,“ sagði Ýmir Örn að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26 Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Ýmir Örn fór frá Val til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árið 2020. Samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina og fannst honum réttast að breyta til og flytja suður til Göppingen. „Ég sjálfur var tilbúinn og langaði í eitthvað nýtt. Löwen hafa ekki sagt neitt við mig í langan tíma og Göppingen talaði við mig mjög snemma í haust. Hitti þá og átti mjög góðan fund með þeim. Eftir þann fund, hafandi fengið að sjá allt og skoða allt var ég mjög ánægður með þetta. Gekk frekar hratt fyrir sig eftir það,“ sagði Ýmir Örn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Maður hefur spilað nokkrum sinnum þarna, alltaf mjög stemning og frábær staður til að búa á held ég. Heild yfir er ég mjög glaður með þetta.“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var inn í lúppunn meðan Ýmir Örn átti í viðræðum við Göppingen. Snorri Steinn þjálfaði línumanninn um þriggja ára skeið áður en Ýmir Örn hélt til Þýskalands. „Ég var alveg búinn að ræða við hann og spyrja hann út í þetta. Höfum alltaf átt gott samband hvað það varðar. Hann vissi af þessu.“ Fær stærra hlutverk „Má alveg segja að Löwen sé stærri klúbbur þannig séð en þarna ertu samt að koma inn í klúbb með mikla sögu og með frábært stuðningsfólk. Svo er deildin mjög jöfn, í fyrra eða árið áður enda þeir í 5. sæti og fara í Evrópukeppni. Þá vorum við ekki þar, þetta breytist á milli ára.“ „Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við þar sem ég fæ stærra hlutverk og fæ að spila meira. Ef ég stend mig,“ sagði Ýmir Örn að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26 Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26
Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19