YoYo kveður Egilsgötuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2023 20:01 YoYo er sjálfsafgreiðsluísbúð þar sem maður dælir ísnum og mokar sælgæti. YoYo Ísbúðinni YoYo á Egilsgötu við Snorrabraut í Reykjavík hefur verið lokað. Greint er frá lokuninni á miða á inngangi ísbúðarinnar. Eigendaskipti urðu á búðinni í fyrra. YoYo-ísaðdáendur sem ætluðu að sækja laugardagsísinn í YoYo í gærkvöldi urðu frá að hverfa þar sem öll ljós voru slökkt, og enginn heima. Fram kom á miða sem hengdur hafði verið upp í rúðu búðarinnar að versluninni hefði verið lokað. Til stæði að opna nýtt útibú en óvíst væri hvar. Fyrsta ísbúð YoYo var opnuð á Nýbýlavegi í Kópavogi árið 2010 og er enn opin. Í framhaldinu var önnur opnuð á Egilsgötu í Reykjavík. Nokkur útrás var hjá YoYo sem opnaði verslanir bæði á Alicante og Benidorm. Til stóð að opna fimmtán jógúrtísbúðir í Eystrasaltslöndunum á næstu árum. Feðgarnir Einar Ásgeirsson, Kristján Ingvi Einarsson og Ásgeir Ingi Einarsson komu YoYo á fót fyrir þrettán árum. Nýr eigandi YoYo er Enok Jóhannsson í gegnum fyrirtækið Bláfoss ehf. Leiðrétting: Upphaflega var sagt í fréttinni að YoYo seldi jógúrtís þegar hið rétta er að ísbúðin hefur ekki selt jógúrtís í áraraðir. YoYo framleiðir nú og selur einungis ítalskan ís. Ís Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Yoyo opnaði á Spáni Í gær opnuðu bræðurnir Kristján og Ásgeir Einarssyni ísbúðina Yoyo á Benidorm á Spáni en stefnt er að því að opna aðra búð á Alicante eftir tvær vikur. Bræðurnir breyttu húsnæðinu á Benidorm mikið en fyrirmyndin eru Yoyo ísbúðirnar á Íslandi sem Íslendingar þekkja vel, en bræðurnir eiga þær líka. Lítil hefð er fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum á Spáni og því er líklegt að Spánverjar taki vel í þessar nýjung. 14. mars 2012 17:01 Ísútrás yoyo heldur áfram Tvær Yoyo-ísbúðir verða opnaðar á Benidorm og Alicante á Spáni fyrstu vikuna í mars. Þar í landi er lítil hefð fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum og því líklegt að sólarlandafarar taki þessari nýjung fegins hendi. 28. febrúar 2012 21:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
YoYo-ísaðdáendur sem ætluðu að sækja laugardagsísinn í YoYo í gærkvöldi urðu frá að hverfa þar sem öll ljós voru slökkt, og enginn heima. Fram kom á miða sem hengdur hafði verið upp í rúðu búðarinnar að versluninni hefði verið lokað. Til stæði að opna nýtt útibú en óvíst væri hvar. Fyrsta ísbúð YoYo var opnuð á Nýbýlavegi í Kópavogi árið 2010 og er enn opin. Í framhaldinu var önnur opnuð á Egilsgötu í Reykjavík. Nokkur útrás var hjá YoYo sem opnaði verslanir bæði á Alicante og Benidorm. Til stóð að opna fimmtán jógúrtísbúðir í Eystrasaltslöndunum á næstu árum. Feðgarnir Einar Ásgeirsson, Kristján Ingvi Einarsson og Ásgeir Ingi Einarsson komu YoYo á fót fyrir þrettán árum. Nýr eigandi YoYo er Enok Jóhannsson í gegnum fyrirtækið Bláfoss ehf. Leiðrétting: Upphaflega var sagt í fréttinni að YoYo seldi jógúrtís þegar hið rétta er að ísbúðin hefur ekki selt jógúrtís í áraraðir. YoYo framleiðir nú og selur einungis ítalskan ís.
Ís Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Yoyo opnaði á Spáni Í gær opnuðu bræðurnir Kristján og Ásgeir Einarssyni ísbúðina Yoyo á Benidorm á Spáni en stefnt er að því að opna aðra búð á Alicante eftir tvær vikur. Bræðurnir breyttu húsnæðinu á Benidorm mikið en fyrirmyndin eru Yoyo ísbúðirnar á Íslandi sem Íslendingar þekkja vel, en bræðurnir eiga þær líka. Lítil hefð er fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum á Spáni og því er líklegt að Spánverjar taki vel í þessar nýjung. 14. mars 2012 17:01 Ísútrás yoyo heldur áfram Tvær Yoyo-ísbúðir verða opnaðar á Benidorm og Alicante á Spáni fyrstu vikuna í mars. Þar í landi er lítil hefð fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum og því líklegt að sólarlandafarar taki þessari nýjung fegins hendi. 28. febrúar 2012 21:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Yoyo opnaði á Spáni Í gær opnuðu bræðurnir Kristján og Ásgeir Einarssyni ísbúðina Yoyo á Benidorm á Spáni en stefnt er að því að opna aðra búð á Alicante eftir tvær vikur. Bræðurnir breyttu húsnæðinu á Benidorm mikið en fyrirmyndin eru Yoyo ísbúðirnar á Íslandi sem Íslendingar þekkja vel, en bræðurnir eiga þær líka. Lítil hefð er fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum á Spáni og því er líklegt að Spánverjar taki vel í þessar nýjung. 14. mars 2012 17:01
Ísútrás yoyo heldur áfram Tvær Yoyo-ísbúðir verða opnaðar á Benidorm og Alicante á Spáni fyrstu vikuna í mars. Þar í landi er lítil hefð fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum og því líklegt að sólarlandafarar taki þessari nýjung fegins hendi. 28. febrúar 2012 21:00