Kenna Sorpu um hærra matarverð Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 12:53 Matfugl hefur hingað til keyrt um tvo gáma á dag í Sorpu, með með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi. Nú hefur Sorpa tilkynnt að hætt verði að taka við slíkum úrgangi. Vísir/Sara Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls. Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls.
Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira