Segir að andrúmsloftið sé ekki eitrað í klefa Man. United eins og stundum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 14:00 Scott McTominay og félagar í Manchester United töpuðu illa á moti Bournemouth á Old Trafford um helgina. Getty/Clive Brunskill Scott McTominay segir að hann og leikmenn Manchester United standi þétt að baki knattspyrnustjóra sínum Erik ten Hag en fram undan hjá liðinu er leikur upp og líf og dauða í Meistaradeildinni. United mætir Bayern München annað kvöld. Til að United menn komist áfram í sextán liða úrslitin þá þarf liðið að vinna Bayern á Old Trafford og á sama tíma þurfa FC Kaupmannahöfn og Galatasaray að gera jafntefli í hinum leik riðilsins. Fá lið hafa verið gagnrýnd jafnmikið og lið United á þessu tímabili. Liðið byrjaði helgina aðeins þremur stigum á eftir Manchester City en spilamennskan og slök frammistaða í Meistaradeildinni hefur kallað á hörð og mjög gagnrýnin viðbrögð í fjölmiðlum. "It's not just a case of - like with some of the other managers - where it's been a little bit toxic at times"Scott McTominay says the Man Utd players are "firmly behind" manager Erik ten Hag pic.twitter.com/HZVaPeqAv0— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 11, 2023 McTominay segir að andrúmsloftið í búningsklefanum hafi stundum verið eitrað undir stjórn fyrri knattspyrnustjóra en að svo sé það ekki núna. „Leikmennirnir bera ábyrgðina fyrst og fremst,“ sagði Scott McTominay á blaðamannafundi fyrir Bayern leikinn. United steinlá 3-0 á heimavelli á móti Bournemouth um helgina. „Við leikmennirnir gerum okkur alveg grein fyrir því hvar okkar ábyrgð liggur. Við höfum haft marga stórkostlega leikmenn og núna eru sterkir karakterar í klefanum,“ sagði McTominay. United náði ekki að fylgja eftir sigri á Chelsea í síðustu viku en þetta var líka fyrsti leikur liðsins eftir að Ten Hag var valinn stjóri mánaðarins. „Þetta er ekki eins og hjá fyrri knattspyrnustjórum þar sem andrúmsloftið hefur verið svolítið eitrað en núna stöndum við allir að baki stjóranum,“ sagði McTominay. „Ég hef talað um þetta í mörgum viðtölum og svona verður þetta áfram. Við erum líka með frábært þjálfarateymi. Stundum misskilja menn hvað menn eru að hugsa og hvað er sagt á bak við tjöldin,“ sagði McTominay. Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Til að United menn komist áfram í sextán liða úrslitin þá þarf liðið að vinna Bayern á Old Trafford og á sama tíma þurfa FC Kaupmannahöfn og Galatasaray að gera jafntefli í hinum leik riðilsins. Fá lið hafa verið gagnrýnd jafnmikið og lið United á þessu tímabili. Liðið byrjaði helgina aðeins þremur stigum á eftir Manchester City en spilamennskan og slök frammistaða í Meistaradeildinni hefur kallað á hörð og mjög gagnrýnin viðbrögð í fjölmiðlum. "It's not just a case of - like with some of the other managers - where it's been a little bit toxic at times"Scott McTominay says the Man Utd players are "firmly behind" manager Erik ten Hag pic.twitter.com/HZVaPeqAv0— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 11, 2023 McTominay segir að andrúmsloftið í búningsklefanum hafi stundum verið eitrað undir stjórn fyrri knattspyrnustjóra en að svo sé það ekki núna. „Leikmennirnir bera ábyrgðina fyrst og fremst,“ sagði Scott McTominay á blaðamannafundi fyrir Bayern leikinn. United steinlá 3-0 á heimavelli á móti Bournemouth um helgina. „Við leikmennirnir gerum okkur alveg grein fyrir því hvar okkar ábyrgð liggur. Við höfum haft marga stórkostlega leikmenn og núna eru sterkir karakterar í klefanum,“ sagði McTominay. United náði ekki að fylgja eftir sigri á Chelsea í síðustu viku en þetta var líka fyrsti leikur liðsins eftir að Ten Hag var valinn stjóri mánaðarins. „Þetta er ekki eins og hjá fyrri knattspyrnustjórum þar sem andrúmsloftið hefur verið svolítið eitrað en núna stöndum við allir að baki stjóranum,“ sagði McTominay. „Ég hef talað um þetta í mörgum viðtölum og svona verður þetta áfram. Við erum líka með frábært þjálfarateymi. Stundum misskilja menn hvað menn eru að hugsa og hvað er sagt á bak við tjöldin,“ sagði McTominay.
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira