N1 á Selfossi selur nú 98 oktana bensín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 10:34 Viðskiptavinir N1 á Selfossi þurfa ekki lengur að leita lengra að 98 oktana bensíni. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm N1 á Selfossi hefur nú bæst við þann hóp stöðva N1 sem selur 98 oktana bensín. Um er að ræða einu stöðina á Suðurlandi sem selur 98 oktana bensín. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði. Árborg Bensín og olía Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði.
Árborg Bensín og olía Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira