Þrefaldir meistarar klófesta Emilíu sem færist nær bróður sínum Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 13:02 Emelía Óskarsdóttir hefur skrifað undir samning við dönsku meistarana í HB Köge. HB Köge Danska knattspyrnufélagið HB Köge, sem orðið hefur meistari þrjú síðustu ár í röð, hefur fengið til sín hina 17 ára gömlu Emelíu Óskarsdóttur. Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs. Danski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs.
Danski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira