Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 13:47 AP Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. Eldur kviknaði um borð í skipinu en samkvæmt frétt NRK virðist sem enginn hafi dáið í árásinni. Bandaríski tundurspillirinn USS Mason er á vettvangi, auk frönsku freigátunnar Languedoc. Talsmaður Húta staðfesti í morgun að þeir hefðu skotið eldflauginni að Strinda og sagði það hafa verið gert eftir að áhöfn þess neitaði að verða við skipunum þeirra um að snúa við. Hann segir Húta hafa komið í veg fyrir siglingar þó nokkurra skipa til Ísrael á undanförnum dögum. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. NRK hefur eftir framkvæmdastjóra A/S J. Ludwig Mowinckels Rederi, sem gerir út Strinda, að skipið hafi ekki verið á leið til Ísrael. Áhöfn þess hafi verið að sigla skipinu til Ítalíu frá Suðaustur-Asíu. Framkvæmdastjórinn segir mesta áherslu lagða á að tryggja öryggi áhafnarinnar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að tuttugu þúsund skip fari um svæðið á hverju ári og að tryggja þurfi öryggi um þessa mikilvægu siglingaleið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja skipið ekki tengjast Ísrael á nokkurn hátt en nýverið hafi verið gerður samningur um flutninga frá Ashdod í Ísrael í næsta mánuði. New press-release by J. Ludwig Mowinckels Rederi. pic.twitter.com/EMFhP6eEU8— Thord Are Iversen (@The_Lookout_N) December 12, 2023 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Jemen Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Eldur kviknaði um borð í skipinu en samkvæmt frétt NRK virðist sem enginn hafi dáið í árásinni. Bandaríski tundurspillirinn USS Mason er á vettvangi, auk frönsku freigátunnar Languedoc. Talsmaður Húta staðfesti í morgun að þeir hefðu skotið eldflauginni að Strinda og sagði það hafa verið gert eftir að áhöfn þess neitaði að verða við skipunum þeirra um að snúa við. Hann segir Húta hafa komið í veg fyrir siglingar þó nokkurra skipa til Ísrael á undanförnum dögum. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. NRK hefur eftir framkvæmdastjóra A/S J. Ludwig Mowinckels Rederi, sem gerir út Strinda, að skipið hafi ekki verið á leið til Ísrael. Áhöfn þess hafi verið að sigla skipinu til Ítalíu frá Suðaustur-Asíu. Framkvæmdastjórinn segir mesta áherslu lagða á að tryggja öryggi áhafnarinnar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að tuttugu þúsund skip fari um svæðið á hverju ári og að tryggja þurfi öryggi um þessa mikilvægu siglingaleið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja skipið ekki tengjast Ísrael á nokkurn hátt en nýverið hafi verið gerður samningur um flutninga frá Ashdod í Ísrael í næsta mánuði. New press-release by J. Ludwig Mowinckels Rederi. pic.twitter.com/EMFhP6eEU8— Thord Are Iversen (@The_Lookout_N) December 12, 2023 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen.
Jemen Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira