Dæla sjó í göng Hamas Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2023 10:37 Ísraelskir hermenn í Gasaborg á dögunum. AP/Moti Milrod Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. Wall Street Journal hefur þetta eftir bandarískum heimildarmönnum sínum en fregnir höfðu áður borist af því að Ísraelar hefðu flutt stórar dælur til Shati-flóttamannabúðanna í Gasaborg. Í frétt WSJ segir að um sé að ræða eina af nokkrum leiðum sem Ísraelar noti til að eyðileggja göng Hamas. Einnig er notast við loftárásir, fljótandi sprengiefni og hunda og dróna. Hamas-liðar hafa grafið göng víðsvegar undir Gasaströndinni í gegnum árin. Þessi göng eru notuð til að flytja vígamenn og vopn án þess að Ísraelar sjái til, auk þess sem leiðtogar Hamas eru taldir halda til þar og gíslar samtakanna eru sömuleiðis í haldi þar. Sjá einnig: Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Dýpstu göngin sem hafa fundist voru á um sjötíu metra dýpi. Þau eru iðulega ekki nema tveggja metra há og um metri á breidd. Einn vel staðsettur vígamaður gæti haldið aftur af fjölmörgum ísraelskum hermönnum í þessum göngum. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göng og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Felldu minnst níu hermenn í umsátri Þá nota vígamenn göngin til að stinga upp kollinum á óvæntum stöðum og gera skyndiárásir á ísraelska hermenn eða sitja fyrir þeim. Hamas-samtökin hafa birt fjölmörg myndbönd af slíkum árásum á samfélagsmiðlum frá því átökin hófust. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að minnst níu hermenn hefðu falið í nýlegu umsátri Hamas í Gasaborg á norðanverðri Gasaströndinni. Þeirra á meðal voru ofursti, undirofursti og major. Í heildina hafa 115 ísraelskir hermenn fallið í átökunum. Ofurstinn Ben Basat er sagður vera hæst setti ísraelski hermaðurinn sem hefur fallið í átökunum. Í frétt Times of Israel segir að hermennirnir hafi verið að framkvæma leit í nokkrum byggingum á norðanverðri Gasaströndinni, á svæði sem talið er vera víggirt af Hamas-liðum. Hermennirnir fundu gangnainngang í byggingunum en þar sátu vígamenn fyrir fjórum hermönnum. Basast leiddi fleiri hermenn í að reyna að ná til hinna fjögurra og kom til harðra átaka. Ísraelski herinn birti í morgun myndefni frá svæðinu, sem sjá má hér að neðan. The IDF releases footage showing troops of the Golani Brigade operating in Gaza City's Shejaiya neighborhood in recent days. Yesterday, nine soldiers were killed during an ambush and battle against Hamas operatives in the area. pic.twitter.com/o1QQ90PvrT— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 85 prósent þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stjórna, hafa minnst 18.400 manns fallið í loftárásum Ísraela og vegna landhernaðar á svæðinu. Þar af eru flestir óbreyttir borgarar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Wall Street Journal hefur þetta eftir bandarískum heimildarmönnum sínum en fregnir höfðu áður borist af því að Ísraelar hefðu flutt stórar dælur til Shati-flóttamannabúðanna í Gasaborg. Í frétt WSJ segir að um sé að ræða eina af nokkrum leiðum sem Ísraelar noti til að eyðileggja göng Hamas. Einnig er notast við loftárásir, fljótandi sprengiefni og hunda og dróna. Hamas-liðar hafa grafið göng víðsvegar undir Gasaströndinni í gegnum árin. Þessi göng eru notuð til að flytja vígamenn og vopn án þess að Ísraelar sjái til, auk þess sem leiðtogar Hamas eru taldir halda til þar og gíslar samtakanna eru sömuleiðis í haldi þar. Sjá einnig: Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Dýpstu göngin sem hafa fundist voru á um sjötíu metra dýpi. Þau eru iðulega ekki nema tveggja metra há og um metri á breidd. Einn vel staðsettur vígamaður gæti haldið aftur af fjölmörgum ísraelskum hermönnum í þessum göngum. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göng og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Felldu minnst níu hermenn í umsátri Þá nota vígamenn göngin til að stinga upp kollinum á óvæntum stöðum og gera skyndiárásir á ísraelska hermenn eða sitja fyrir þeim. Hamas-samtökin hafa birt fjölmörg myndbönd af slíkum árásum á samfélagsmiðlum frá því átökin hófust. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að minnst níu hermenn hefðu falið í nýlegu umsátri Hamas í Gasaborg á norðanverðri Gasaströndinni. Þeirra á meðal voru ofursti, undirofursti og major. Í heildina hafa 115 ísraelskir hermenn fallið í átökunum. Ofurstinn Ben Basat er sagður vera hæst setti ísraelski hermaðurinn sem hefur fallið í átökunum. Í frétt Times of Israel segir að hermennirnir hafi verið að framkvæma leit í nokkrum byggingum á norðanverðri Gasaströndinni, á svæði sem talið er vera víggirt af Hamas-liðum. Hermennirnir fundu gangnainngang í byggingunum en þar sátu vígamenn fyrir fjórum hermönnum. Basast leiddi fleiri hermenn í að reyna að ná til hinna fjögurra og kom til harðra átaka. Ísraelski herinn birti í morgun myndefni frá svæðinu, sem sjá má hér að neðan. The IDF releases footage showing troops of the Golani Brigade operating in Gaza City's Shejaiya neighborhood in recent days. Yesterday, nine soldiers were killed during an ambush and battle against Hamas operatives in the area. pic.twitter.com/o1QQ90PvrT— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 85 prósent þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stjórna, hafa minnst 18.400 manns fallið í loftárásum Ísraela og vegna landhernaðar á svæðinu. Þar af eru flestir óbreyttir borgarar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11
Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21
Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47