Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í gærkvöldi en þar var ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Ísland var á meðal þeirra þjóða sem stóðu að baki tillögunni. 

Einnig gerum við upp COP28 ráðstefnuna en henni lauk í morgun með sameiginlegri yfirlýsingu allra þjóða heims. Margir hefðu þó viljað ganga lengra í markmiðasetningu varðandi aðgerðir til að draga úr hlýnun jarðar.

Að auki fjöllum við um fátækt á Íslandi en Mæðrastyrksnefnd segir að ásókn í matargjafir hafi aldrei verið meiri en nú fyrir jólin. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um úrslitaleikinn í Forsetabikarnum á HM í handbolta kvenna þar sem Ísland mætir Kongó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×