Porto áfram og Atletico tryggði sér efsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 22:31 Pepe skoraði í kvöld. Vísir/Getty Porto tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir sigur á Shaktar Donetsk í markaleik. Þá tryggði Atletico Madrid sér efsta sætið í E-riðli. Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira