Fjöldahandtökur vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 10:45 Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna aðgerða dönsku lögreglunnar í morgun í hádeginu í dag. Getty Lögregla í Danmörku hefur handtekið fjölda einstaklinga og framkvæmt húsleit víða um land í samhæfðum aðgerðum í morgun vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka í landinu. Það var danska öryggislögreglan PET sem stóð fyrir aðgerðunum en ekki er ljóst að svo stöddu hver sé fjöldi handtekinna. Lögregluembætti víða um land hafa þó tekið þátt í aðgerðunum. Lögregla staðfestir í samtali við danska ríkisútvarpið að handtökur hafi farið fram meðal annars í vesturhluta Árósa þar sem aðallestarstöð borgarinnar hefur verið girt af og í Óðinsvéum. Kaupmannahafnarlögreglan og PET hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu vegna málsins. Viðbúnaðarstig í Danmörku vegna hryðjuverkaógnar er nú á fjórða stigi af fimm, en viðbúnaðarstig var hækkað í ágúst eftir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hvöttu til árása gegn Danmörku vegna fjölda atvika þar sem kveikt hafði verið í Kóraninum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er eins alvarlegt og getur orðið. Ég er ánægð með störf yfirvalda, en þetta segir eitthvað um þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í Danmörku,“ segir Frederiksen í samtali við DR. Uppfært 12:50: Á blaðamannafundinum kom fram að þrír einstaklingar hafi verið handteknir í aðgerðunum í Danmörku í morgun og einn í Hollandi. Mennirnir erum grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu hryðjuverka í Danmörku. Talsmaður lögreglu segir að mennirnir hafi tengsl við glæpasamtökin Loyal To Familia (LTF). Danmörk Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Það var danska öryggislögreglan PET sem stóð fyrir aðgerðunum en ekki er ljóst að svo stöddu hver sé fjöldi handtekinna. Lögregluembætti víða um land hafa þó tekið þátt í aðgerðunum. Lögregla staðfestir í samtali við danska ríkisútvarpið að handtökur hafi farið fram meðal annars í vesturhluta Árósa þar sem aðallestarstöð borgarinnar hefur verið girt af og í Óðinsvéum. Kaupmannahafnarlögreglan og PET hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu vegna málsins. Viðbúnaðarstig í Danmörku vegna hryðjuverkaógnar er nú á fjórða stigi af fimm, en viðbúnaðarstig var hækkað í ágúst eftir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hvöttu til árása gegn Danmörku vegna fjölda atvika þar sem kveikt hafði verið í Kóraninum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er eins alvarlegt og getur orðið. Ég er ánægð með störf yfirvalda, en þetta segir eitthvað um þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í Danmörku,“ segir Frederiksen í samtali við DR. Uppfært 12:50: Á blaðamannafundinum kom fram að þrír einstaklingar hafi verið handteknir í aðgerðunum í Danmörku í morgun og einn í Hollandi. Mennirnir erum grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu hryðjuverka í Danmörku. Talsmaður lögreglu segir að mennirnir hafi tengsl við glæpasamtökin Loyal To Familia (LTF).
Danmörk Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira