Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 12:20 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. Forsetinn, sem stýrt hefur Rússlandi í 24 ár og ætlar að gera það í minnst sex ár til viðbótar, sagði að markmið hans í Úkraínu væru það sem hann kallar afnasistavæðing og afhervæðing Úkraínu. Markmiðið væri einnig að tryggja hlutlausa Úkraínu. Pútín og málpípur hans hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stjórnað af nasistum, sem er rangt, og hefur hann sagt að Rússar séu í raun í stríði við Vesturlönd, sem reyni að skipta Rússlandi upp. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014, þó þeir stjórni engu þeirra að fullu. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Þegar Pútín tjáði sig um innrásina í Úkraínu gerði hann ljóst að hann teldi bakhjarla Úkraínu vera að missa móðinn og að hernaðaraðstoðin myndi hætta. Sjá einnig: Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu „Þeir fá allt ókeypis,“ sagði Pútín um hergögnin sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Þeir fá mikið gefins en kaupa einnig mikið magn hergagna. Pútín bætti við að hann sæi ummerki þessa að hernaðaraðstoðin væri byrjuð að þorna upp, ef svo má að orði komast. Hér að neðan má meðal annars sjá umræðu í 60 mínútum í Rússlandi frá því fyrr í vikunni um það hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum fyrir mótspyrnuna, þegar stríðið er unnið. Nokkrir af viðmælendum í rússneskum sjónvarpsþáttum og viðtölum á undanförnum vikum og mánuðum hafa talað um að „afnasistavæðing“ feli í sér að drepa fólk. Þeir tala jafnvel um það að þurfa að drepa minnst tvær milljónir Úkraínumanna til að brjóta baráttuvilja þjóðarinnar á bak aftur. Gaf til kynna mikið mannfall Pútín gaf einnig upp upplýsingar um innrásina í Úkraínu sem hafa vakið mikla athygli. Það gerði hann þegar hann var að segja að engin þörf væri á annarri herkvaðningu þar sem um 617 þúsund rússneskir hermenn væru að berjast í Úkraínu. Pútín sagði að 486 þúsund menn hefðu gengið til liðs við rússneska herinn frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar að auki hefðu um 244 þúsund verið kvaddir í herinn. Hernaðargreinandinn Yan Mateev, sem starfaði hjá andspillingarstofnuninni sem Alexei Navalní stofnaði í Rússlandi og hafa verið skilgreind sem öfgasamtök, segir þessi ummæli benda til þess að um 363 þúsund rússneskir hermenn hefðu særst eða fallið í Úkraínu. Ef 244 þúsund hefðu verið kvaddir í herinn og 486 þúsund hefðu gengið sjálfviljugir til liðs við herinn, eftir að innrásin hófst, sem um 250 þúsund hermenn tóku þátt í, og að nú væru 617 þúsund rússneskir hermenn í Úkraínu, fæli það í sér að 363 þúsund hermenn hefðu fallið eða særst. Yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu í vikunni greinungi leyniþjónusta þar í landi þar sem fram kom að áætlað væri að um 317 þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í Úkraínu. Gagnrýnar spurningar rötuðu á skjáinn Pútín hefur reglulega haldið fundi sem þessa í gegnum árin en gerði það ekki í fyrra. Þessir fundir eru aðallega ætlaðir almenningi í Rússlandi og eiga að sýna hvernig Pútín geti persónulega komið almenningi í Rússlandi til aðstoðar varðandi vandamál þeirra. Fundunum hefur í gegnum árin verið líkt við það þegar kóngar og keisarar hlýddu á almenning á árum áður. Þeim er iðulega stýrt af mikilli nákvæmni og fólkið sem spyr forsetann spurninga valið fyrir fram. Að þessu sinni virðast þó nokkrar spurningar hafa ratað í gegnum síuna en á skjám í salnum þar sem fundurinn fór fram mátti sjá margar spurningar sem fólk sendi inn í gegnum netið. Margar þeirra voru mjög gagnrýnar á stöðu Rússlands. Blaðamaður BBC hefur bent á nokkrar á samfélagsmiðlum í morgun en þeirra á meðal eru spurningar eins og: „Af hverju er þinn raunveruleiki ekki eins og okkar raunveruleiki?“„Herra forseti, hvenær verður raunverulega Rússlands eins og það er sýnt í sjónvarpinu?“„Hæ. Hvenær verður hægt að flytja til þess Rússlands sem þeir segja okkur frá á Stöð 1?“„Getur þú unnið stríð með „virkri vörn“?“„Ekki bjóða þig fram í annað kjörtímabil. Rýmdu leiðina fyrir yngra fólk!“„Þessi spurning verður ekki sýnd! Ég vil vita, hvenær mun forseti okkar sýna hans eigin ríki athygli? Við höfum enga menntun, enga heilbrigðisþjónustu. Hyldýpið er framundan.“ "This question won't be shown! I'd like to know, when will our president pay attention to his own country? We've got no education, no healthcare. The abyss lies ahead..." pic.twitter.com/QQL7BmhoIN— Francis Scarr (@francis_scarr) December 14, 2023 Vladimír Pútín Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Forsetinn, sem stýrt hefur Rússlandi í 24 ár og ætlar að gera það í minnst sex ár til viðbótar, sagði að markmið hans í Úkraínu væru það sem hann kallar afnasistavæðing og afhervæðing Úkraínu. Markmiðið væri einnig að tryggja hlutlausa Úkraínu. Pútín og málpípur hans hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stjórnað af nasistum, sem er rangt, og hefur hann sagt að Rússar séu í raun í stríði við Vesturlönd, sem reyni að skipta Rússlandi upp. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014, þó þeir stjórni engu þeirra að fullu. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Þegar Pútín tjáði sig um innrásina í Úkraínu gerði hann ljóst að hann teldi bakhjarla Úkraínu vera að missa móðinn og að hernaðaraðstoðin myndi hætta. Sjá einnig: Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu „Þeir fá allt ókeypis,“ sagði Pútín um hergögnin sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Þeir fá mikið gefins en kaupa einnig mikið magn hergagna. Pútín bætti við að hann sæi ummerki þessa að hernaðaraðstoðin væri byrjuð að þorna upp, ef svo má að orði komast. Hér að neðan má meðal annars sjá umræðu í 60 mínútum í Rússlandi frá því fyrr í vikunni um það hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum fyrir mótspyrnuna, þegar stríðið er unnið. Nokkrir af viðmælendum í rússneskum sjónvarpsþáttum og viðtölum á undanförnum vikum og mánuðum hafa talað um að „afnasistavæðing“ feli í sér að drepa fólk. Þeir tala jafnvel um það að þurfa að drepa minnst tvær milljónir Úkraínumanna til að brjóta baráttuvilja þjóðarinnar á bak aftur. Gaf til kynna mikið mannfall Pútín gaf einnig upp upplýsingar um innrásina í Úkraínu sem hafa vakið mikla athygli. Það gerði hann þegar hann var að segja að engin þörf væri á annarri herkvaðningu þar sem um 617 þúsund rússneskir hermenn væru að berjast í Úkraínu. Pútín sagði að 486 þúsund menn hefðu gengið til liðs við rússneska herinn frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar að auki hefðu um 244 þúsund verið kvaddir í herinn. Hernaðargreinandinn Yan Mateev, sem starfaði hjá andspillingarstofnuninni sem Alexei Navalní stofnaði í Rússlandi og hafa verið skilgreind sem öfgasamtök, segir þessi ummæli benda til þess að um 363 þúsund rússneskir hermenn hefðu særst eða fallið í Úkraínu. Ef 244 þúsund hefðu verið kvaddir í herinn og 486 þúsund hefðu gengið sjálfviljugir til liðs við herinn, eftir að innrásin hófst, sem um 250 þúsund hermenn tóku þátt í, og að nú væru 617 þúsund rússneskir hermenn í Úkraínu, fæli það í sér að 363 þúsund hermenn hefðu fallið eða særst. Yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu í vikunni greinungi leyniþjónusta þar í landi þar sem fram kom að áætlað væri að um 317 þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í Úkraínu. Gagnrýnar spurningar rötuðu á skjáinn Pútín hefur reglulega haldið fundi sem þessa í gegnum árin en gerði það ekki í fyrra. Þessir fundir eru aðallega ætlaðir almenningi í Rússlandi og eiga að sýna hvernig Pútín geti persónulega komið almenningi í Rússlandi til aðstoðar varðandi vandamál þeirra. Fundunum hefur í gegnum árin verið líkt við það þegar kóngar og keisarar hlýddu á almenning á árum áður. Þeim er iðulega stýrt af mikilli nákvæmni og fólkið sem spyr forsetann spurninga valið fyrir fram. Að þessu sinni virðast þó nokkrar spurningar hafa ratað í gegnum síuna en á skjám í salnum þar sem fundurinn fór fram mátti sjá margar spurningar sem fólk sendi inn í gegnum netið. Margar þeirra voru mjög gagnrýnar á stöðu Rússlands. Blaðamaður BBC hefur bent á nokkrar á samfélagsmiðlum í morgun en þeirra á meðal eru spurningar eins og: „Af hverju er þinn raunveruleiki ekki eins og okkar raunveruleiki?“„Herra forseti, hvenær verður raunverulega Rússlands eins og það er sýnt í sjónvarpinu?“„Hæ. Hvenær verður hægt að flytja til þess Rússlands sem þeir segja okkur frá á Stöð 1?“„Getur þú unnið stríð með „virkri vörn“?“„Ekki bjóða þig fram í annað kjörtímabil. Rýmdu leiðina fyrir yngra fólk!“„Þessi spurning verður ekki sýnd! Ég vil vita, hvenær mun forseti okkar sýna hans eigin ríki athygli? Við höfum enga menntun, enga heilbrigðisþjónustu. Hyldýpið er framundan.“ "This question won't be shown! I'd like to know, when will our president pay attention to his own country? We've got no education, no healthcare. The abyss lies ahead..." pic.twitter.com/QQL7BmhoIN— Francis Scarr (@francis_scarr) December 14, 2023
Vladimír Pútín Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira