Segist ekki búinn að ráða Jóa Kalla Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 14:59 Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tæp tvö ár. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, er eftirsóttur og kemur til greina sem þjálfari tveggja liða í Svíþjóð. Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar. Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar.
Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira