MLS berst gegn töfum með nýstárlegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 12:00 Það er eins gott fyrir Lionel Messi og leikmenn MLS deildarinnar að drífa sig út af vellinum í skiptingum. Getty/Peter Joneleit MLS-deildin í Bandaríkjunum mun berjast gegn leiktöfum með nýstárlegum hætti því deildin ætlar að taka upp „skotklukku“ í leikjum sínum en ekki þó til að telja niður í næsta skot. Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira