„Eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 08:01 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann sé ekki hrifinn af því þegar lið Manchester United sé talað niður fyrir leiki þess gegn lærisveinum hans í Liverpool. Liðin mætast á heimavelli Liverpool í dag. 7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira