Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 10:57 Svörtu stafirnir á dósinni urðu Sýn að falli. Heimkaup Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar. Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira