„Við myndum helst vilja selja þá saman“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 14:23 Fréttablaðið sem áður var og hét. Vísir/Vilhelm Efnisveitan ehf., sem sér um að lengja lífdaga ýmissa húsgagna og hluta sem fyrirtæki, stór og smá, þurfa að losna við með því að selja áfram. Eitt og annað má finna á vefsíðu fyrirtækisins og óhætt er að segja að lógó Fréttablaðsins veki þar athygli. Eigendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og vongóðir um að vörurnar seljist. Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun