Segir fjárlögin ekki endurspegla veruleikann í íslensku samfélagi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2023 15:48 Þingflokksformaður Viðreisnar segir að þær breytingar sem gerðar voru á raforkufrumvarpinu hafi verið of róttækar til að hægt væri að samþykkja þær án frekari umræðu og umsagna enda komu breytingarnar fram í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Dagana fyrir þinghlé voru afgreidd mörg stór mál sem varða losunarheimildir, gistináttaskatt, húsnæðismál Grindvíkinga og kílómetragjald fyrir eigendur rafknúinna ökutækja, lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjárlögin samþykkt með halla sem nemur 51 milljarði króna sem Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar þykir allt of mikill. Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé. Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé.
Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira