Styrktarþjálfari Liverpool reddaði Söru fundinum með Klopp og Van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir sjást hérmeð Andreas Kornmayer. @snorribaron Heimir Hallgrímsson og styrktarþjálfari Liverpool komu við sögu þegar við fengum útskýringu á því hvernig ein besta CrossFit kona Íslands fékk aðgengi að knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool strax eftir stórleikinn við erkifjendurna frá Manchester. Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) Enski boltinn CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
Enski boltinn CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira