Markús í leyfi vegna meints eineltis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 17:50 Markús Ingi ásamt lögmanni sínum, Flóka Ásgeirssyni við aðalmeðferð máls sem hann höfðaði geng heilbrigðisráðherra og íslenska ríkinu. Vísir/Vilhelm Markús Ingólfur Eiríksson, fráfarandi forstjóri HSS hefur verið sendur í leyfi vegna ætlaðs eineltis. Til stóð að hann myndi starfa út skipunartíma sinn sem rennur út í febrúar. Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17