Markús í leyfi vegna meints eineltis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 17:50 Markús Ingi ásamt lögmanni sínum, Flóka Ásgeirssyni við aðalmeðferð máls sem hann höfðaði geng heilbrigðisráðherra og íslenska ríkinu. Vísir/Vilhelm Markús Ingólfur Eiríksson, fráfarandi forstjóri HSS hefur verið sendur í leyfi vegna ætlaðs eineltis. Til stóð að hann myndi starfa út skipunartíma sinn sem rennur út í febrúar. Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17