Fannst hann vanvirtur hjá öllum hjá Arsenal nema Arteta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2023 08:02 Granit Xhaka talar vel um Mikel Arteta í viðtali við The Athletic. getty/Clive Brunskill Granit Xhaka segir að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi verið sá eini sem vildi halda honum hjá félaginu. Xhaka yfirgaf Arsenal í sumar og gekk aftur í raðir Bayer Leverkusen. Þar hefur hann átt góðu gengi að fagna en Leverkusen er enn taplaust á tímabilinu og á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali við The Athletic greinir Xhaka frá því að hann hafi verið nálægt því að fara frá Arsenal eftir að hann lenti í orðaskaki við stuðningsmenn liðsins 2019. Fyrirliðabandið var tekið af honum og allt benti til þess að hann færi til Herthu Berlin. En Svisslendingurinn var áfram hjá Arsenal og segir að Arteta hafi verið stærsta ástæðan fyrir því. „Félagið sýndi mér litla þrátt fyrir að ég væri fyrirliði. Það var ljóst að þeir vildu losna við mig eins fljótt og mögulegt var fyrir utan einn aðila: Mikel Arteta. Hann sagðist vilja halda mér. En ég var ekki viss,“ sagði Xhaka. „Ég sá mig ekki spila aftur fyrir Arsenal. Ég sagði við hann: Ég vil bara vera einhvers staðar þar sem stuðningsmennirnir púa ekki á mig. En hann var sannfærandi. Í fyrsta skipti á ævinni tók ég ákvörðun án þess að tala við fjölskylduna fyrst. Ég ákvað að vera áfram. Við féllumst í faðma og ég sneri aftur til æfinga eins og ekkert hefði í skorist.“ Xhaka lék vel á síðasta tímabili sínu með Arsenal þegar liðið var nálægt því að vinna Englandsmeistaratitilinn. Svissneski miðjumaðurinn lék framar en áður og skoraði níu mörk og lagði upp sjö á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Xhaka yfirgaf Arsenal í sumar og gekk aftur í raðir Bayer Leverkusen. Þar hefur hann átt góðu gengi að fagna en Leverkusen er enn taplaust á tímabilinu og á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali við The Athletic greinir Xhaka frá því að hann hafi verið nálægt því að fara frá Arsenal eftir að hann lenti í orðaskaki við stuðningsmenn liðsins 2019. Fyrirliðabandið var tekið af honum og allt benti til þess að hann færi til Herthu Berlin. En Svisslendingurinn var áfram hjá Arsenal og segir að Arteta hafi verið stærsta ástæðan fyrir því. „Félagið sýndi mér litla þrátt fyrir að ég væri fyrirliði. Það var ljóst að þeir vildu losna við mig eins fljótt og mögulegt var fyrir utan einn aðila: Mikel Arteta. Hann sagðist vilja halda mér. En ég var ekki viss,“ sagði Xhaka. „Ég sá mig ekki spila aftur fyrir Arsenal. Ég sagði við hann: Ég vil bara vera einhvers staðar þar sem stuðningsmennirnir púa ekki á mig. En hann var sannfærandi. Í fyrsta skipti á ævinni tók ég ákvörðun án þess að tala við fjölskylduna fyrst. Ég ákvað að vera áfram. Við féllumst í faðma og ég sneri aftur til æfinga eins og ekkert hefði í skorist.“ Xhaka lék vel á síðasta tímabili sínu með Arsenal þegar liðið var nálægt því að vinna Englandsmeistaratitilinn. Svissneski miðjumaðurinn lék framar en áður og skoraði níu mörk og lagði upp sjö á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira