Færir sig nær kærustunni: Ekki í sama lið en í sömu borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 13:00 Kristie Mewis var mætt til London þegar Sam Kerr tryggði Chelsea enska bikarinn á Wembley í fyrra. Getty/John Walton Bandaríska landsliðskonan Kristie Mewis er sögð vera að skipta yfir í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham og verða þar með nýr liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira