„Mikil streita og spenna safnast í hálsi og öxlum. Það er mikilvægt að losa um spennuna með öndunaræfingum og léttum jógastöðum. Sitjandi hryggvinda eykur liðleika í hryggnum og hjálpar að losa enn betur um streitu,“ segir Þóra Rós.
Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en annan hvern þriðjudag ætlar Þóra Rós að kenna lesendum Vísis mismunandi jógastöður og hjálpa fólki að draga úr streitu.
Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik.