Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2023 11:27 Verðbólga í desember er heldur minni en greiningadeildir bankanna og Seðlabankinn höfðu spáð. Vísir/Vilhelm Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. Hagsjá Landsbankans hafði spáð að verðbólga yrði 8,1 prósent í desember, Greining Íslandsbanka að hún yrði 8,3 prósent og í síðasta riti Peningamála Seðlabankans var gert ráð fyrir að verðbólga í jólamánuðinum yrði 7,9 prósent. En eins og áður segir er verðbólgan nú heldur minni en það eða 7,7 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur Íslandsbanka segir þetta vera góðar fréttir. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir hraðari hjöðnun verðbólgu vera gott veganesti inn í yfirstandandi kjaraviðræður.Íslandsbanki „Okkur er bara frekar létt þótt við höfum spáð meiri verðbólgu í desember en síðan raungerðist.“ Hvað er það sem helst er að hjápa til við þetta heldur þú? „Það er húsnæðismarkaðurinn. Verðið er að hækka hægar en það hefur verið að gera síðustu mánuði. Svo er flugverðið að hækka talsvert minna en venjulega í desember og það hefur áhrif,“ segir Bergþóra. Verðbólgan virtist því vera að hjaðna um mánuði fyrr en spár gerðu ráð fyrir. „Og það er ansi jákvætt. Sérstaklega þar sem kjarasamningar eru að losna í byrjun næsta árs. Þannig að þetta eru góðar fréttir í þá baráttu,“ segir hagfræðingur Íslandsbanka. Það væri einnig jákvætt að tóninn í verkalýðshreyfingunni væri að stefna að langtíma kjarasamningum sem stuðli að minni verðbólgu. Hún gæti jafnvel hjaðnað meira en niður í 5 prósent eins og Seðlabankinn geri ráð fyrir á næsta ári. Bergþóra Baldursdóttir segir það hafa áhrif á verðbólguna að dregið hafi úr hækkun húsnæðisverðs.Vísir/Vilhelm „Það gæti alveg farið svo að hún verði minni. Þá þurfa bara ýmsir kraftar að vinna með okkur. Og auðvitað vonum við að hún hjaðni nokkuð hratt. Þessir kraftar sem þurfa að vinna með okkur eru að húsnæðismarkaðurinn þarf að vera rólegur. Þessar sveiflur á húsnæðisverðinu hafa svolítil áhrif á árstaktinn í verðbólgunni, skammtíma áhrif,“ segir Bergþóra. Verkalýðshreyfingin þrýstir á nýja stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum í tengslum við næstu kjarasamninga. Bergþóra segir enn mikla spennu á markaðnum ekki hvað síst vegna mikillar fjölgunar landsmanna með innflutningi fólks, það þurfi því að vanda til aðgerða. „Ég held að það væri best að gera það á framboðshliðinni. Að það sé nóg framboð af eignum handa öllum sem eru að koma hingað til lands og öllum þeim sem eru að kaupa sér sína fyrstu eign, til dæmis,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaraviðræður 2023 Húsnæðismál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan minnkar um 0,3 prósentustig Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2023, er 608,3 stig og hækkar um 0,41 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 497,9 stig og hækkar um 0,26 prósent frá nóvember 2023. Ársverðbólgan minnkar þó um 0,3 prósentustig milli mánaða. 21. desember 2023 09:12 Verðbólga byrji að hjaðna hratt á nýju ári Hagfræðideild Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni aukast í desember úr átta prósentum í 8,3 prósent. Eftir áramót muni hún hins vegar byrja að hjaðna og verði komin niður í sjö prósent í mars. 12. desember 2023 10:01 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. 6. desember 2023 19:20 Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55 Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Þjónustudagur Toyota Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Hagsjá Landsbankans hafði spáð að verðbólga yrði 8,1 prósent í desember, Greining Íslandsbanka að hún yrði 8,3 prósent og í síðasta riti Peningamála Seðlabankans var gert ráð fyrir að verðbólga í jólamánuðinum yrði 7,9 prósent. En eins og áður segir er verðbólgan nú heldur minni en það eða 7,7 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur Íslandsbanka segir þetta vera góðar fréttir. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir hraðari hjöðnun verðbólgu vera gott veganesti inn í yfirstandandi kjaraviðræður.Íslandsbanki „Okkur er bara frekar létt þótt við höfum spáð meiri verðbólgu í desember en síðan raungerðist.“ Hvað er það sem helst er að hjápa til við þetta heldur þú? „Það er húsnæðismarkaðurinn. Verðið er að hækka hægar en það hefur verið að gera síðustu mánuði. Svo er flugverðið að hækka talsvert minna en venjulega í desember og það hefur áhrif,“ segir Bergþóra. Verðbólgan virtist því vera að hjaðna um mánuði fyrr en spár gerðu ráð fyrir. „Og það er ansi jákvætt. Sérstaklega þar sem kjarasamningar eru að losna í byrjun næsta árs. Þannig að þetta eru góðar fréttir í þá baráttu,“ segir hagfræðingur Íslandsbanka. Það væri einnig jákvætt að tóninn í verkalýðshreyfingunni væri að stefna að langtíma kjarasamningum sem stuðli að minni verðbólgu. Hún gæti jafnvel hjaðnað meira en niður í 5 prósent eins og Seðlabankinn geri ráð fyrir á næsta ári. Bergþóra Baldursdóttir segir það hafa áhrif á verðbólguna að dregið hafi úr hækkun húsnæðisverðs.Vísir/Vilhelm „Það gæti alveg farið svo að hún verði minni. Þá þurfa bara ýmsir kraftar að vinna með okkur. Og auðvitað vonum við að hún hjaðni nokkuð hratt. Þessir kraftar sem þurfa að vinna með okkur eru að húsnæðismarkaðurinn þarf að vera rólegur. Þessar sveiflur á húsnæðisverðinu hafa svolítil áhrif á árstaktinn í verðbólgunni, skammtíma áhrif,“ segir Bergþóra. Verkalýðshreyfingin þrýstir á nýja stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum í tengslum við næstu kjarasamninga. Bergþóra segir enn mikla spennu á markaðnum ekki hvað síst vegna mikillar fjölgunar landsmanna með innflutningi fólks, það þurfi því að vanda til aðgerða. „Ég held að það væri best að gera það á framboðshliðinni. Að það sé nóg framboð af eignum handa öllum sem eru að koma hingað til lands og öllum þeim sem eru að kaupa sér sína fyrstu eign, til dæmis,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaraviðræður 2023 Húsnæðismál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan minnkar um 0,3 prósentustig Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2023, er 608,3 stig og hækkar um 0,41 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 497,9 stig og hækkar um 0,26 prósent frá nóvember 2023. Ársverðbólgan minnkar þó um 0,3 prósentustig milli mánaða. 21. desember 2023 09:12 Verðbólga byrji að hjaðna hratt á nýju ári Hagfræðideild Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni aukast í desember úr átta prósentum í 8,3 prósent. Eftir áramót muni hún hins vegar byrja að hjaðna og verði komin niður í sjö prósent í mars. 12. desember 2023 10:01 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. 6. desember 2023 19:20 Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55 Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Þjónustudagur Toyota Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Verðbólgan minnkar um 0,3 prósentustig Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2023, er 608,3 stig og hækkar um 0,41 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 497,9 stig og hækkar um 0,26 prósent frá nóvember 2023. Ársverðbólgan minnkar þó um 0,3 prósentustig milli mánaða. 21. desember 2023 09:12
Verðbólga byrji að hjaðna hratt á nýju ári Hagfræðideild Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni aukast í desember úr átta prósentum í 8,3 prósent. Eftir áramót muni hún hins vegar byrja að hjaðna og verði komin niður í sjö prósent í mars. 12. desember 2023 10:01
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. 6. desember 2023 19:20
Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55
Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent