Þetta kemur fram á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Markmiðið með styrkveitingunum er að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni enda gegni þeir mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.
„Fjárveitingar til verkefnisins árið 2023 eru annars vegar framlag menningar- og viðskiptaráðuneytis, 5 m. kr. og hins vegar fjárveitingar á fjárlögum til verkefnis C.07 í byggðaáætlun, 2,5 m. kr., alls 7,5 m. kr. sem skiptast í jöfnum hlutföllum milli umsækjenda.
Alls bárust umsóknir frá sjö útgáfufélögum fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins sem allar uppfylltu skilyrði fyrir úthlutun og hlaut hver umsækjandi 1.071.429 kr. í sinn hlut. Til samanburðar var styrkjum úthlutað til níu útgáfufélaga staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins árin 2022 og 2021.
Úthlutun styrkja til staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni 2023:
- Akureyri.net, útgefandi Eigin herra ehf.
- Eyjafréttir og Eyjafrettir.is, útgefandi Eyjasýn ehf.
- Eyjar.net, útgefandi ET miðlar ehf.
- Skessuhorn og Skessuhorn.is, útgefandi Skessuhorn ehf.
- Bæjarblaðið Jökull, útgefandi Steinprent ehf.
- Austurglugginn og Austurfrétt.is, útgefandi Útgáfufélag Austurlands ehf.
- Víkurfréttir og Víkurfréttir.is, útgefandi Víkurfréttir ehf.“