Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2023 18:15 Hörpu er afar brugðið við fréttir af mannskæðri skotárás í hjarta Prag. Þar hefur henni hingað til fundist hún mjög örugg. EPA/Aðsend Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“ Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“
Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00