Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2023 18:15 Hörpu er afar brugðið við fréttir af mannskæðri skotárás í hjarta Prag. Þar hefur henni hingað til fundist hún mjög örugg. EPA/Aðsend Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“ Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“
Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00