Enski boltinn

Sir Jim Ratcliffe sagður vilja klára kaupin sín í Manchester United fyrir jól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe er orðinn óþolinmóður og hann er ekki sá eini.
Sir Jim Ratcliffe er orðinn óþolinmóður og hann er ekki sá eini. Getty/Bryn Lennon

Manchester United hefur verið til sölu í meira en ár en nú gæti loksins verið von á einhverjum staðfestum fréttum um sölu á hlutum í félaginu.

Breska ríkisútvarpið segir frá því að Sir Jim Ratcliffe sé að pressa á því að klára kaupin sín fyrir 25. desember.

Ratcliffe er að kaupa 25 prósent af félaginu og leggja til 1,25 milljarða punda eða 217 milljarða króna. Hann vill leggja til pening til að laga bæði Old Trafford leikvanginn sem og æfingasvæði félagsins.

Samkvæmt heimildum BBC þá er meiri gangur í viðræðunum núna. Stuðningsmönnum United finnst þetta örugglega ganga mjög hægt og sumir eru ósáttir við að losna ekki alveg við Glazer fjölskylduna.

Það er langt síðan að fjölmiðlar fóru að skrifa um það að Glazer fjölskyldan hefði valið það að selja Ratcliffe og Ineos Group hluta í félaginu frekar en að selja allt félagið til Katarbúans Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani.

Það er búist við því að aðilar fundi í allan dag og inn í helgina eða svo lengi sem það tekur að ganga frá kaupunum.

Um leið og það er búið að ganga frá kaupunum þá tekur við sex til átta vikna biðtími áður en enska úrvalsdeildin samþykkir kaupin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×